Ég hef tekið eftir því í Myndböndum mánaðarins, blaði sem er gefið út í hverjum mánuði af Myndmark, er alltaf dáldið atriði sem pirrar mann í hvert skipti sem maður les blaðið. Ég veit ekki hvernig á að orða þetta en þegar myndirnar eru góðar, þá er fjallað rosalega vel um þær og þegar þær eru slæmar, þá er fjallað um þær á hlutlausan hátt.

Til að þið vitið um hvað ég er að tala um eru hér dæmi úr Október-blaði Myndbanda Mánaðarins:

Umfjöllum um The Brothers(bls 16),
“Þetta er létt og skemmtileg mynd sem ætti að höfða til flestra landsmanna”

Síðan þegar maður til dæmis lítur á umfjöllun um myndina Frozen in Fear(bls 20) þá eru engin svona lýsingaorð eins og er í The Brothers.

Að mínu áliti er þetta dáldið ósanngjarnt gagnvart hinum myndunum og mæli ég með því að þeir ættu að fjalla um þær á sama hátt, annaðhvort allar á hlutlausan hátt eða allar á jákvæðu nótunum. Hvað finnst ykkur?