Kvikmynd um ævi Eminem Jæja, nú finnst kvikmyndaframleiðendum í Hollywood ævi rapparans Eminem orðin svo merkileg og löng að nú á næstum vikum mun hefjast tökur á kvikmynd sem byggir á ævi hans. Það er Universal sem framleiðir myndina sem enn hefur ekki verið gefið nafn, vinnuheiti hennar er bara The Untitled Detroit Project. Myndin mun aðallega fjalla um samband Eminems og Debbie Mathers móður hans og fyrrum eiginkonu hans Kim. Þ.á.m. réttarhöld Eminem og móður hans þar sem hún fór í skaðabótamál við hann vegna meinyrða.

Það eru engir aular sem koma að gerð myndarinnar en leikstjóri hennar er Curtis Hanson sem hefur leikstýrt bæði Wonder Boys og LA Confidential. Kim Basinger mun leika mömmu Eminems, Debbie en Curtis Hanson leikstýrði henni í óskarsverðlaunahlutverkinu í LA Confidential. Eminem mun síðan leika sjálfan sig. Aðrir leikarar eru óþekktari en þeir eru: Eugene Byrd (Dead Man), Mekhi Phifer (O), and Brittany Murphy (Don't Say a Word).

Ekki er komin dagsetning á það hvenær myndin verður tilbúin. En það verður líklegast einhvern tíman á næsta ári. Ég spyr er ævi mannsins það merkileg að það þurfi að kvikmynda hana strax? Kannski verður þetta ágætismynd miðað við fyrri myndir leikstjórans og ef handritið verður gott má alveg eins búast við því.
kveðja,