Persónulega fannst mér Trivia 25 vera brakandi snilld, þáttakan var samt í meðallagi. Einn notandi negldi tíuna eftirsóttu að þessu sinni.

Stig:

triggz … 10
killy, arnarj, kursk, haddi77, sofus … 9
rfm, kitiboy, clover … 8
babbo, the doctor, girlygirl … 7
RemusLupin … 4
PetuRgunnarsson … 2

Heildarstaðan lætur á sér standa í smá tíma.

Dreifing svara:

1. babbo, kursk, triggz, sofus
2. killy, arnarj, kursk, haddi77, thedoctor, triggz, clover
3. babbo, killy, arnarj, rfm, kursk, haddi77, kitiboy, thedoctor, triggz, sofus, clover,
4. killy, arnarj, rfm, kursk, haddi77, kitiboy, thedoctor, triggz, sofus, clover, girlygirl, RemusLupin
5. babbo, killy, arnarj, rfm, kursk, haddi77, kitiboy, triggz, sofus, girlygirl, RemusLupin
6. babbo, killy, arnarj, rfm, kursk, haddi77, kitiboy, triggz, sofus, clover, girlygirl.
7. babbo, killy, arnarj, rfm, kursk, haddi77, kitiboy, thedoctor, triggz, sofus, clover, girlygirl, RemusLupin
8. killy, arnarj, rfm, haddi77, kitiboy, thedoctor, triggz, sofus, clover, girlygirl
9. babbo, killy, PetuRgunnarsson, arnarj, rfm, kursk, haddi77, kitiboy, thedoctor, triggz, sofus, clover, girlygirl
10. babbo, killy, PetuRgunnarsson, arnarj, rfm, kursk, haddi77, kitiboy, thedoctor, triggz, sofus, clover, girlygirl, RemusLupin.

Svona voru spurningarnar:

1.Leikari einn lék tiltölulega stór hlutverk í aðeins 5 kvikmyndum á ferlinum áður en hann lést fyrir aldur fram. Merkilegt þykir þó að allar voru myndirnar tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta mynd og er þetta afrek líklega ójafnað. Hver var leikarinn?

Hér var, skiljanlega, James Dean mjög vinsæl ágiskun. Hann lék í eitthvað í kringum 5 myndum en ef að ég næ þessu rétt var aðeins ein þeirra tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir bestu mynd en sú mynd heitir Giant. Það var hins vegar maður sem lék í myndum á borð við The Godfather Part I og II, The Conversation, Dog Day Afternoon og The Deer Hunter sem afrekaði það sem spurt var um. Maðurinn heitir John Cazale, lék Fredo í Guðföðurnum, Sal í Dog Day Afternoon og Stanley í The Deer Hunter. Hann lést vegna krabbameins í beinum og var að nálgast dauðann óðfluga við gerð The Deer Hunter.

2. Fyrir tíma Síðari heimsstyrjaldarinnar, þegar nasistar voru á hraðri uppleið í Þýskalandi, krafst Foringinn þess að gerð yrði áróðursmynd fyrir Þriðja ríkið. Myndin var gerð af konu einni og markar þessi mynd djúp spor í sögu heimildar/áróðurskvikmynda og er jafnan talin með þeim betri í þessum flokki. Myndinni hefur verið skopstælt (spoofed) í ótal kvikmyndum en þeirra stærstar eru Star Wars og LOTR. Hvað heitir þessi áróðursmynd?

Já, þokkalega erfið spurning en myndin kallast á frummálinu Triumph des Willens. Triumph of the Will eða jafnvel Sigur Viljans. Þessi mynd var tekin upp árið 1934 þegar flokksþing Nasista var haldið í Nürnberg með tilheyrandi ræðuhöldun, skrúðgöngum og herlegheitum. Þetta er áhugaverð mynd og þess virði að kíkja á.

3. Japönsk mynd frá sjötta áratugnum hefur verið kölluð ástæða þess að flokkurinn “Besta erlenda mynd” var stofnaður á Óskarsverðlaunahátíðinni. Myndinni var leikstýrt af einum virtasta leikstjóra allra tíma og segir frá glæp séðan frá mörgum sjónarhornum. Hver er myndin?

Eitt af meistaraverkum Akira Kurosawa, Rashômon, er svarið hér.

4. Árið 1995 hófu danskir leikstjórar að notast við ákveðinn stíl varðandi gerð mynda. Þar á meðal var auka lýsing á tökustað bönnuð, myndavélar mega ekki vera á þrífót heldur verður að halda á þeim, ýmis konar tæknidrasl er bannað o.s.frv. Þessi stíll fékk síðan ákveðið heiti, eitt orð og tölu. Hvað heitir þessi stíll? Nóg er að nefna orðið.


Dogme 95 (Dogma á ensku) kallast þetta fyrirbrigði sem hófst í Danmörku árið 1995. Myndir eins og Festen, Italiensk For Begyndere, Idioterne og fleiri eru allar Dogma-myndir.

5. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?

Þarna brennur olía í Írak eða Kúveit eða einhverju. Þetta er úr Jarhead.

6. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?

Þarna er Phil veðurfréttamaður að þrýsta að gæjanum sem hann mætti alltaf aftur og aftur í Groundhog Day.

7. Spurt er um ártal: Á þessu ári komu út m.a. mynd sem tekur á væntanlegum heimsendi, mynd um mann sem að uppgötvar að ekki er allt með felldu í heimabæ sínum og mynd um fólk sem lendir sér að óvörum í gamanþætti á sjötta áratugnum. Hvert er ártalið?

Myndirnar eru The Truman Show, Armageddon og Pleasantville. Þetta er því 1998.

8. Spurt er um leikara: Hann hefur leikið mann sem þjáðist af hræðilegum sjúkdómi, áhafnarmeðlim um borð í geimskipi er verður fyrir árás uggvænlegrar skepnu og þar að auki breskan valdamann. Hver er þetta?

John Hurt er maðurinn. Myndirnar eru The Elephant Man, Alien og V for Vendetta.

9. Fyrir hvaða mynd var þetta veggspjald notað?


Ég leyfði Liam Neeson að standa og þar með barst ómetanleg hjálp við laus þessarar spurningu. Hann Liam Neeson lék Michael Collins í samnefndri kvikmynd.

10. Hvaða drykk biður Hr. Bond jafnan um þegar hann kemur askvaðandi í veislur? (á ensku eða íslensku)

Gott ef allir voru ekki með þetta rétt. A Martini… shaken, not stirred eða eins og þetta leggst á móðurmálinu, Marnini… Hristan, ekki hrærðan.