Ég var að pæla…hver eru eftirminnisstæðustu augnablikin/atriði ykkar úr myndum…þá er ég bara að meina eins og eitt atriði sem maður gleymir ekki/aldrei.

Mitt er pottþétt þegar gaurinn stakk hendinni inní gaurinn í Indiana Jones 2 temple of boom og reif út úr honum hjartað…hann stóð bara og horfði á manninn halda á hjartanu sínu í þónokkrar sekúndur og datt svo ofan í brunn , minnir mig, öskrandi ….

Ég veit ekki af hverju en ég er ansi oft að hugsa um þetta atriði/eða detta það í hug,ég sá þessa mynd þegar hún kom út og var frekar ungur þá.

Hmm…síðan er það náttúrulega þegar Arnold Schwarzenegger kom á her-þotunni að stóru blokkinni í True Lies , (furðulegt samt að ég sá þessa mynd síðast 10 sept….degi fyrir WTC hryðjuverkin,mér hefði aldrei dottið í hug að daginn eftir hefðu flugvélar flogið á svipað stóra turna)

Well, þetta er það eina sem mér dettur í hug í augnablikinu…ég posta þegar mér dettur fleira í hug …

Enn hvaða atriði eru svona uppáhaldsatriðin ykkar?
.