Ýmsir rapparar hafa reynt fyrir sér með kvikmyndaleik, með misjöfnum árangri þó. Flestir hafa ekki náð neitt sérlega góðum árangri og sumir eiga bara að halda sig við rappið og halda sig eins langt frá kvikmyndaleik eins og hægt er. Hér ætla ég að telja upp þá helstu og það sem þeir hafa gert.

Ice Cube: Lék í sinni fyrstu kvikmynd fyrir 10 árum árið 1991, í Boyz N The Hood. Hann hefur leikið í nokkrum ágætum myndum, svo sem Friday myndunum og Three Kings. Næsta mynd hans, sú 19. í röðinni, er þriðja Friday myndin sem heitir Friday After Next (2002). Ice Cube leikur vanalega sömu hlutverkin, svona kaldhæðinn töffara og oftar en ekki reikir hann hass sbr. Three Kings og Anagonda. Í Friday leggur á stund á hassreikingar af miklum móð.

Ice-T: Byrjaði að leika í kvikmyndum árið 1984 í mynd sem heitir Breakin’. Hann hefur leikið í u.þ.b. 50 kvikmyndum, flest allt leiðinlegar myndir sem enginn þekkir. Skársta myndin hans er New Jack City með Wesley Snipes. Persónulega þoli ég ekki þennan mann. Hann ætti að snúa sér að einhverju öðru en kvikmyndaleik, því hann er ömurlegur.

LL Cool J: Hefur leikið í tæplega 20 myndum, þ.á.m. Deep Blue See og Any Given Sunday. Leikur álíka hlutverk og Ice Cube (sbr. Ice Cube í Anagonda og LL Cool J í Deep Blue See). Hann sást síðast í smáhlutverki í Charlies Angels og mun sjást næst í Rolleball (2002) með Jean Reno. Ekki eins lélegur og Ice-T en samt alls ekki góður leikari. Var ágætur í Deep Blue See (samt leiðinleg mynd)

DMX: Hefur leikið í 5 kvikmyndum. Fyrsta kvikmyndin hans er Belly, sem er hreint út sagt ömurleg, fjallar ekki um neitt annað en dóp og dráp. Hann sást síðast í Steven Siegal myndinni Exit Wounds og mun sjást næst í “gangsta rappara” myndinni Lazarus (2002) þar sem DMX leikur ásamt Eminem. DMX ætti að snúa sér að einhverju öðru kvikmyndaleik. DMX á lög í 19 myndum, hann ætti frekar að einbeita sér að því.

Aðrir rapparar sem hafa látið „ljós“ sitt skína í kvikmyndum eru: Method Man (Belly, Black and White), Nas (Belly), Reakwon (Black & White), Tupac Shakur (Poetic Justice), Dr. Dre (Set it Off). Það er ábyggilega hægt að nefna fleiri.

Það er eins og það sé skylda fyrir alla rappara að leika í kvikmynd, þeir gera það allavegana flestir sama hversu lélegir leikarar þeir eru. Gott dæmi um það er Ice T. Ég verð að segja að ég myndi ekki sakna þeirra ef þeir hættu að leika í kvikmyndum.
kveðja,