Sem betur fer þroskumst við Hver hefur ekki séð einhverja mynd þegar maður var lítil/l og dýrkað myndina á þeim tíma en síðan sér maður hana aftur og þá hugsar maður bara “ojj var ég alger fáviti þegar ég var yngri?”.
Málið er að kvikmyndasmekkur manns þróast með árunum, þú fílar ekki ennþá að horfa á barnaefnið, eða einhverjar klisju kenndar fjölskyldumyndir eins og þú gerðir þegar þú varst 6, þegar þú ert orðinn 18 ára gamall.

Um daginn sá ég brot úr 3 Ninjas mynd, sem voru myndir sem ég dýrkaði þegar ég var svona 7-8 ára en þegar ég sá þetta um daginn þá leið mér beinlínis illa að sjá þennan hroðalega leik, hörmulega húmor og enn lélegri söguþráð. Það lá við að ég gréti mig í svefn fyrir það að hafa eitt dýrmætum mínútum í að horfa á þetta ógeð.

En síðan sá ég Platoon um fyrir stuttu og þar erum við að tala um klassa mynd, góðir leikarar, góður söguþráður og góð mynd í alla staði. Svo má líka nefna myndir eins og: Shawshank redemtion, Godfather I II og III, Starwars, Full metal jacket, Forrest Gump, Schindlers list og svona má lengi telja.

En hvernig kemst maður úr því að dýrka 3 Ninjas og annan eins horbjóð og í það að fíla Platoon og aðrar klassískar myndir í tætlur? Jú með því að horfa á heilan helling af myndum og pæla aðeins í þeim, og þeim mun fleiri myndir sem þú horfir á þeim mun betur sérðu hvort myndir séu þess verðar að horfa á til enda og hugsanlega kaupa sér til að horfa á aftur.

Þetta er eins með tónlist, þú byrjar á því að vera lítill gelgju pönkari og tilbiðja Kurt Cobain síðan byrjarðu að vilja harðari tónlist og ferð yfir í t.d. Metallica og síðan í SlipKnot o.s.frv. Þangað til að þú ert byrjaður að vilja algeran harðkjarna.
Reyndar vex fólk oftast uppúr þunga rokkinu og byrjar að hlusta á léttari tónlist en þetta er bara dæmi.

Þetta sem ég er að tala um kallast á ensku ,,aquried taste” (skrifað svona?) eða áunninn smekkur á góðri íslensku. Þú fæðist ekki með vit til að greina á milli þess sem er gott og lélegt heldur vill maður í byrjun bara stundargaman og einhvers konar skemmtilega afþreyingu en seinna villtu eitthvað sem þarf þroska til að horfa á og þolinmæði og stundum gáfur. Ég byrjaði ekki á að fíla Lord of the rings bækurnar heldur fannst mér gaman af Mjallhvíti og dvergunum sjö.

Til allrar hamingju þroskast maður fljótt í smekk á kvikmyndum og bókum því að hvar væri maður staddur ef maður væri enn að vakna klukkan 9 alla laugardags morgna til þess að horfa á afa?

Ég hvet ykkur hugarar til að fara út í næstu myndbandaleigu og leigja einhverja mynd sem var í miklu uppáhaldi þegar þið voruð lítil og skemmtið ykkur yfir því hversu vitlaus þið voruð þegar þið voruð lítil. T.a.m. ætla ég að fara út á morgun og hugsanlega leigja The Flinstone’s eða Turtles eða eitthvað:)

Kv. Liverpool