Leikstjórar! Hvaða leikstjóri er bestur? Það fer eftir hvern þú spyrð en flestir eru sammála um að Steven Spielberg, Alfred Hitchcock og Stanley Kubrick eru með þeim bestu. Mínir eru þeir og Frank Darabont, Milos Forman og Tim Burton en það skiptir ekki máli núna. Allavegana ef við lítum á þessa leikstjóra, tökum Steven Spielberg fyrst, hann hefur gert margar bestu kvikmyndir sem hafa verið gerðar, má þá nefna Saving Private Ryan (1998), Amistad (1997), Schindler's List (1993), Jurassic Park (1993),
Indiana Jones and the Last Crusade (1989), Indiana Jones and the Temple of Doom (1984), Color Purple, The (1985), E.T. the Extra-Terrestrial (1982), Raiders of the Lost Ark (1981), 1941 (1979), Close Encounters of the Third Kind (1977), Jaws (1975). Hann fékk ekki óskarinn fyrren árið 1994 fyrir Schindler's List og svo aftur 1999 fyrir Saving Private Ryan en það var rúmum 20 árum eftir að hann gerði Jaws og hann hafði fengið 3 tilnefningar áður.
Stanley Kubrick hefur nú ekki verri lista, Full Metal Jacket (1987), Shining, The (1980), Clockwork Orange, A (1971), 2001: A Space Odyssey (1968), Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb (1964), Lolita (1962), Spartacus (1960). Hann fékk 5 óskarstilnefningar en engin verðlaun. Alfred Hitchcock, Birds, The (1963), Psycho (1960), North by Northwest (1959), Vertigo (1958), Man Who Knew Too Much, The (1956), Trouble with Harry, The (1955), Rear Window (1954), Dial M for Murder (1954), Rebecca (1940). 6 tilnefningar, engin verðlaun þangað til árið 1968 þá fékk hann Irving G. Thalberg Memorial Award, þegar hann tók við þeim gekk hann á sviðið tók styttuna sagði “Thank you” og fór. Fólk hélt að hann væri áð sýna húmor en þeir sem þekktu hann sögðu að hann hafi bara ekkert meira við þetta fólk að segja. Ætla ég að nefna líka Frank Darabont, hefur gert 2 af þeim allra bestu, Shawshank Redemption (1994) og The Green Mile (1999). Hann hefur ekki fengið óskar heldur.


En afhverju er þetta svona? Maður spáir aðeins í hvort að þetta sé svona eins og með tónlistarmennina. Í nánast öllum könnunum sem voru gerðar um bestu söngvara 20. aldarinnar komu 3 söngvarar oftast fyrst, Elvis, John og Freddie. Þeir eru allir látnir. Þeir voru metnir þegar þeir voru lifandi en t.d. Bohemian Rhapsody og Living on My Own urðu ótrulega vinsæl eftir að Freddie dó og meira segja í Bandaríkjunum. Er þetta eins með leikstjóra, fá þeir mestu viðurkenningarnar eftir að þeir eru dauðir, metum við fólk meira eftir að það er látið. Eða er þetta bara tilviljunir. Voru þeir bara ekki nógu góðir. Þetta er allt álitamál en það er samt gaman að spá í þessu.