Jæja, núna er ég orðinn ágætlega pirraður..

Hver man ekki í gamla daga þegar sýningarnar voru á oddatölum(ekki það að það skipti máli) og þú þurfir að vera mættur svona korter í..

Núna eru sýningarnar á ýmsum tímum. Ég er búinn að vera að fara í bíó svolítið mikið upp á síðkastið, fór á A knights tale í Stjörnubíói, AI í Kringlubíói, Rat Race í Regnboganum og Swordfish í sambíóunum álfabakka.

Af þessum fjórum sýningum byrjaði engin þeirra á réttum auglýstum tíma. Það varð minnst 15 mínútna bið frá auglýstum tíma og mest 25 mínútur.

Á að láta bjóða sér þetta? Segjum að myndin EIGI að byrja klukkan 20:00, maður mætir snemma til að vera öruggur um að fá miða.. Kominn með miða og búinn í sjoppunni kl 19:50, sest inn í sal og færð góð sæti.. Ok, 10 mín bið.. ekki málið, enda veit ég að myndin á ekki að byrja fyrr en 20:00..
Auglýsingar á skjánum.. fínt mál.. þótt ég vildi frekar sjá trailera úr myndum sem fara að koma.. Klukkan orðin 20:00.. ennþá bólar ekkert á myndinni.. ég bíð lengur.. klukkan orðin 20:15..
Þá dimma ljósin.. ég hugsa “LOKSINS”, þá byrja þeir að sýna trailera úr öðrum myndum og á eftir þeim lauma þeir auglýsingum á eftir. Myndin byrjar klukkan 20:25 og þá er ég búinn mað allt kókið mitt og nachos..

Hvernig findist ykkur ef fótboltaleikir færu að byrja hálftíma seinna en þeir eru auglýstir út af því að þeir eru að hlaupa með auglýsingar um leikvanginn?

Ég er orðinn virkilega pirraður á þessu, og á öllum þessum auglýsingatíma geta þeir ekki drattast til að setja inn eina “slökkvið á gsm símunum” auglýsingu!

Ps, ég vil hrósa regnboganum fyrir það að þeir eru komnir með svona GSM ruglara í allavega sal 1 hjá þeim..

Da Tran..
“I refuse to have a battle of wits with an unarmed person”