Síðustu helgi leigði ég The Boondock Saints með vini mínum og það eina sem ég get sagt er hvílík önnur eins gargandi snilld. Ég bjóst ekki við miklu en þegar hún var komin í tækið þá breyttist viðmót mitt algerlega. Myndinni mætti núlíkja við Pulp fiction sem var líka alger snilld, en TBS srendur henni nú alveg á sporði með frábæru handriti, gífurlega góðri leikstjórn og frábærum leikurum.



EF ÞIÐ HAFIÐ EKKI SÉÐ MYNDINA HÆTTIÐ ÞÁ AÐ AÐ LESA ÞVÍ HÉR ER EITT STYKKI SPOILER!!!

Eins og ég sagði áðan er þetta bara frábær skemmtun og þvílíkt hugmynda flug sem þessir leikstjórar og handritshöfundar hafa, t.d má þar nefna atriðið þar sem rússin fær klósettið í hausinn og þegar lágt setti mafíósinn er að leggja áherslu á orð sín lemur í borðið þar sem tvær byssur hleypa af skotum og stúta ketti kærustu hans(Það var virkilega fyndið)og þegar Willem Dafoe klæðist eins og kona til að komast inn til mafíunar það var bara hreinasta synd að þessi mynd komst ekki í bíó hér á klakanum.

Ég gef þessari mynd 4/5.
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.