Endurgerðirnar


Endurgerðir eða “Remakes” geta og hafa oftast verið viðbjóður, afhverju? Jú, kvikmyndaframleiðendur reyna oft að gera aftur klassískar kvikmyndir, halda

kanski að ef að þeir ná að gera endurgerðina betri en upprunalega var, vá. Því miður ef ég bara einu sinni séð endurgerð sem er jafn góð ef ekki betri en

upprunalega, tala um hana á eftir. Endurgerðir eru bara mjög ónauðsynlegar, ég man t.d. eftir þegar Five gerði We Will Rock You og svo aftur þegar

Robbie Williams gerði We are the Champions þá heirðust 2 raddir, ein sem lýsti viðbjóði sínum og hin sem sagði að þetta væri gott tækifæri fyrir Queen,

núna fengu þeir sem höfðu ekki tækifæri venjulega til þess að heyra tónlistina þeirra tækifæri til þess. Ég hló alltaf að því. Ég hugsaði undirhvaða steini

fólk hefur lifað alla sína ævi til þess að hafa aldrey heirt þessi lög? og ef þau hafa náð að sleppa öllum íþrótta viðburðum og hafa aldrey kveikt á útvarpi,

ja þá eiga þau bara ekkert skilið að heyra þessi lög. Sama má segja um myndirnar, ef að eitthver vill ekki horfa á Psycho því hún er ekki í lit, þá á sá aðili

ekki skilið að sjá myndina.

Ég ætla að nefna nokkrar endurgerðir og lýsa vanþóknun minni á þeim, :)

Má nefna að þeir sem hafa ekki séð myndirnar sem ég tala um eiga ekkert að vera að lesa um þær.


Planet of the Apes (2001) **/
Endurgerð af Planet of the Apes (1968) ****
Upprunalega myndin er löngu orðin klassísk, hún er ein af fáum vísindaskáldsögum sem hafa náð að endast, Metropolis, 2001, Planet of the Apes, Star

Wars, maður man ekki eftir mörgum fleiri. Ég veit ekki hverjum datt í hug að “endurupplífa” hana. Myndin var langt á undan öllum öðrum myndum, í förðun,

búningum og sviðsmynd. Þetta voru ekki beint apar, þetta voru menn sem litu út eins og apar. Nýja myndin hefur nátturulega betri förðun, búninga og

sviðsmynd, en núna er þetta ekki menn sem lýta út eins og apar, þetta eru apar sem geta talað, öll virðing sem maður gat haft fyrir öpunum í upprunalegu

myndinni er farinn. Þegar maður sá endirinn á upprunalegu myndinni fékk maður gæsahúð, vá, þetta var jörðin eftir allt saman. Frelsistyttan hálfgrafinn

ofaní sandinn. VÁ!. Í nýju myndinni er þetta ekki jörðin, þetta eru erfðabreyttir apar sem gera uppreisn eftir að geimskipið lendir á framandi plánetu. Þetta

var ekki eins merkilegt, en Tim Burton reyndir að bjarga sér út úr því með að láta hann lenda á jörðinni og þá voru apar þar, en manni var orðið eiginlega

sama. Ekki velhepnað semsagt.


Psycho (1998) *
Endurgerð af Psycho (1960) ****
Áður en Psycho kom út árið 1960 þá kom fólk oft í bíó í hléum, byrjunin skipti ekki miklu, Alfred Hitchock nýtti sér þetta og auglýsti allstaðar að hann mælti

með að fólk horfði á hana frá byrjun. Fólk hugsaði nátturulega vá, hvað er svona spennandi við byrjunina. Margir komu í miðri mynd og biðu spenn eftir að

aðalleikonan Janet Leigh kæmi, en heirðu, hún kom ekkert! Hún dó þegar 30 mínutur eru búnar af myndinni! Það eru fáir sem koma í dag í miðri kvikmynd í

bíó. Myndin var frábærlega vel gerð og hefði ekki verið neitt betri þrátt fyrir að hún hefði verið í lit. Gus Van Sant hefur spáð í þetta svona, jæja hún

heppnaðist svona vel þá afhverju ekki bara að kópera hana beint upp núna, og það gerði hann. Myndin er næstum því frame by frame alveg eins. Nokkrum

atriðum hefur verið bætt inn en þau eru svo léleg að þau lítisvirða alveg myndina. Án efa versta endurgerð sem hefur verið.


12 Angry Men (1997) ****
Endurgerð af 12 Angry Men (1957) ****
Jæja þá kom hún, eina endurgerðin sem er jafn góð, ja ef ekki betri en upprunalega kvikmyndin. Hún fjallar um 12 kviðdómendur sem þurfa að dæma hvort

eitthver strákur hafi drepið föður sinn. Allir eru sammála um að hann sé sekur, nema einn, sem vill ræða þetta betur. Á endanum er hann dæmdur saklaus.

Henry Fonda lék kviðdómanda númer 7, þann sem vildi ræða málin, í upprunalegu kvikmyndinni. Í endurgerðinni var það Jack Lemmon, það var ekki bara

einn frægur leikari sem kom í þessari sjónvarpsmynd, nei, Ossie Davis(Do the Right Thing), George C. Scott(Platoon), Armin Mueller-Stahl(The Game),
James Gandolfini(Sopranos), Tony Danza(Who's the Boss?), Hume Cronyn(Cocoon), Edward James Olmos og William L. Petersen (CSI). Frábærir leikarar í

öllum hlutverkum. Báðar myndirnar eru frábærlega vel gerðar og mjög vel leiknar. Semsagt Vel! Heppnuð! Endurgerð!!!


Jæja ég nenni ekki að skrifa meira