Ég hef ekki getað skrifað mikið vegna hversu upptekinn ég hef verið líkt og flest allir á þessu áhugamáli :). Ég vildi samt skrifa eina grein Band of Brothers. Framleiðendur þáttana tíu eða öllu heldur míní seríunar eru Steven Spielberg og Tom Hanks, hver þáttur er rúmar 50 – 60 mínútur og er serían byggð á bók Stephen Ambrose en hver þáttur er skrifaður af mismunandi kvikmynda handrits höfundum t.d Graham Yost skrifar handritið að þætti 4 og 7 en hann hefur skrifað handrit að vel má nefna Speed og Broken Arrow. Sagan er þá ekki öll því einnig eru mismunandi leikstjórar fyrir hvern þátt, vegna þessara hlutverka skipta þá eru allir þættirnir með mismunandi stíl stundum er lögð áherslu á hasar en síðan í öðrum þáttum er lögð áhersla á drama ef eitthvað sé nefnt fer algerlega eftir leikstjóra og handritshöfundi og það er það sem gerir þetta svo áhugaverðum þáttum. Ef ég segi ykkur örlítið um hvað þættirnir fjalla þá er það þannig að fylgst er með einum hópi í seinna stríðinu sem kallast Easy Company en það er hópur með vel yfir 100 manns. Hópurinn er þjálfaður til þess að vera “Paratroppers” fallhífastökkvarar en liðþjálfi hópsins er Herbert M. Sobel (David Schwimmer) og markmið hans er að gera Easy Company að besta hópnum í stríðinu. Í hópnum Easy Company er fylgst sérstaklega með fimmtán manns og er sýnt hvernig persónurleika þeir þróa á stríðsvellinum eftir að þeir koma úr æfingabúðum og fáum við að sjá hverjir þrauka stríðið og hverjir ekki. Band of Brothers er án efa besta mini sería sem gerð hefur verið enda engir smá peningar lagðir í þá. Leikararnir sem við kynnumst eru flestir B myndaleikarar eða einhverjir sem leika föst hlutverk í ýmis konar sjónvarpsþáttum. Ég hef séð fyrstu þrjá þættina og verð ég að segja að þeir þrír leikstjórar sem sáu um þá þætti eru virkilega hæfileikaríkir og eru flest bardagaatriðin engu síðri en þau sem voru í Saving Privat Ryan ef ekki betri. Þættirnir eru í sjálfum sér það langir að þeir geta talist sem stuttar bíómyndir og eru þeir tíu allir samantengdir þannig að þeir eru í raunini stærsta bíómynd sem gerð hefur verið ef við lítum á það með þannig augum. Band of Brothers eru besta og það stærsta framtak sem gert hefur verið í sögu kvikmyndana varðandi Seinni Heimstyrjöldina og vona ég svo innilega að einhver af Íslensku sjónvarpsstöðvunum kaupi þættina og sýni þá hér á landi því þeir eru sendir út í Widescreen/Standard og Dolby Digital 5.1 en ef svo fer að ekkert gerist þá verður maður bara að bíða eftir þeim á dvd.

Ef þið viljið vita meir um þættina þá getiði farið á eftirtaldar síður
http://www.dreamworksfansite.com/bandofbrothers/
http://www.hbo.com/band/landing/replacements.html

Og einnig má nefna grein sem Indy gerði hér áður um þættina
http://www.hugi.is/dvd/korkar.php?sMonitor=viewpost&iPostID=278454&iBoardID=3