Silent Hill er mynd sem þú annað hvort elskar eða hatar, þeir sem hata hana eru oft þeir sem ekki hafað spilað leikina og/eða skilja ekki myndina og sjá því myndina aðeins sem einhverja lélega skrímslamynd. Persónulega fannst mér myndin góð og besta tölvuleikjabíómynd sem gerð hefur verið, aðalega því hún er trú leiknum og reynir ekki að endurskapa neitt heldur túlkar upplifunina sem hlýst af því að spila leikina á hvíta tjaldið. Til sumra nær túlkunin einfaldlega ekki til og strax eftir fyrsta óhugnaratriðið hefur viðkomandi dæmt myndina og reynir ekki að láta hana falla sér í lyndi.
Hér á eftir ætla ég að reyna útskýra myndina fyrir þeim sem ekki skildu. Vert ber að hafa í huga að eftirfarandi inniheldur spilla (e. spoilers).

Til að byrja með er Sharon ekki dóttir þeirra Rose og Christophers heldur er hún ættleidd. Fyrir mörgum árum átti fólk heima í Silent Hill, trúað fólk en sumir voru trúaðari en aðrir þ.e ofsatrúafólk og nornaveiðarar. Alessa sem var dóttir Dahliu Gillespie hafði dulræna hæfileika og gat framkvæmt ótrúlegustu hluti með hugarorkunni einni saman. Að sjálfsögðu litu ofsatrúarhópurinn á hana sem norn. Þrátt fyrir harða mótspyrnu móður hennar tóku trúarhópurinn Alessu höndum og brenndu hana í herbergi 111 á hótelinu í bænum. Ég vill benda á að Alessa hafði dulræna hæfileika og var að öllum líkindum “norn” en hún var EKKI vond, hún var hrein og saklaus, þar til nornaveiðararnir kveiktu í henni og “svertu hjarta hennar”. Þeim tókst ekki að drepa hana þar sem henni tókst að nota hæfileika sína til að losa sig og slökkva bálið en Alessa var svo illa brunnin að hún var nær dauða en lífa og hafði í raun aðeins vitundina eftir. Lögreglan kom á staðinn og stoppaði allt saman, Alessa var flutt á spítala þar sem hún dvelur en.
Nú var Alessa ekki lengur “góð” heldur reið og full hefndarþorsta sem gerði bæinn að því helvíti sem hann er nú. Trúarhópurinn faldi sig á griðarstað þ.e í kirkjunni sem er eini staðurinn í bænum sem Alessa nær ekki til. Hún bjó til nákvæma eftirmynd af sjálfri sér (Sharon) í formi kornabarns sem hún kom fyrir á tröppum munaðarleysingjarhælisins og beið þess að einhver myndi ættleiða hana í þessu tilviki var það Rose og Christopher.
Þegar Sharon fór að eldast fór hún að ganga í svefni og tala um Silent Hill sem var aðferð Alessu til að lokka Rose til sín. Þegar Alessa hafði hitt Rose að lokum skýrði hún allt fyrir henni áður en hún “fór inní” Rose. Rose “bar” Alessu innum kirkjudyrnar þ.e griðastað ofstatrúarhópsins. Rose reyndi að sannfæra hópinn um að þau hafi framkvæmd synd með því að brenna Alessu og þau hafi kallað myrkrið yfir sig sjálf en við það fauk í forsprakkan Christabellu sem stakk Rose í bræði í hjartað með hníf og dauðadæmdi allann hópinn þar sem Christabella hafði úthellt saklausu blóði með því að myrða Rose innan veggja kirkjunnar var kirkjan “óhrein” og ekki lengur griðarstaður. Við það komst myrkrið og Alessa inní kirkjuna. Alessa læknaði Rose í kjölfarið og slátraði öllum hinum nema Sharon og Dahliu (móður sinni) þar sem þau voru saklaus.
Hvað endirinn varðar er ég hreinlega ekki viss. Sennilega voru Rose og Sharon föst í hinum þokukennda heimi, líklega vegna þáttöku sinnar í hefnd Alessu.

Eftirfarandi eru útskýringar á einstökum fyrirbærum í myndinni

Heimarnir: Það eru þrír heimar í Silent Hill þ.e hinn raunverulegi sem Christopher og Gucci voru í, þokukenndi heimurinn sem táknar hreinsunareld (e. purgatory), líklegast þurftu Sharon og Rose að dúsa í hreinsunareldinum vegna þáttöku sinnar í hefnd Alessu. Að lokum er það myrkraheimurinn sem er heimur Alessu og er tákn illsku hennar og haturs. Allir heimarnir þrír eru óháðir hinum, þess vegna hurfu skrímslin og skemmdir löguðust við heimaskiptinguna. Það er líka ástæðan fyrir því að Christopher og Rose sáu ekki hvor aðra þó þau væru á sama stað.
Hjúkrunarkonan við rúm Alessu: Hún heitir Lisa Garland og annaðist Alessu á sjúkrahúsinu hún er saklaus en eins og kom fram í myndinni náði reiði Alessu jafnvel til saklausra sem voru aðeins forvitnir.
Skrímslin: Skrímslin eru gjörningur Alessu en hvert skrímsli hefur sína ástæðu fyrir tilveru sinni. Kakkalakkarnir sem sáust í skólanum eru ímynd Alessu af trúarhópnum, fyrir henni eru þeir eins og kakkalakkar. Littlu svörtu skrímslin í húsasundinu voru börnin í skólanum sem lögðu Alessu í einelti. Skrímslið inná baðherberginu í skólanum var augljóslega húsvörðurinn sem nauðgaði Alessu. Sýruspúandi skrímslið við veginn er ímynd Alessu af fólkinu sem kölluðu hana illum nöfnum, orð þeirra voru eins og sýra. Skrímslin við herbergi Alessu á spítalanum: Einfaldlega hjúkrunarkonurnar sem önnuðust Alessu. Gaurinn með þríhyrningslaga hausinn og stóra hnífinn er frægasta fyrirbærið úr öllum fjórum Silent Hill leikjunum og það sennilega ástæðan fyrir því að hann var hafður í myndinni því hann sást aðeins í Silent Hill 2 sem “refsari” (e. punisher) James Sunderlands fyrir að *Spoiler*
myrða konuna sína.
*end spoiler*
Hann er hinsvegar talinn vera tákn fyrir böðul þ.e þann sem tók nornirnar af lífi.
Gaurarnir í námubúningunum: Þetta eru ekki skrímsli hins vegar, þeir eru menn úr trúarhópnum, þeir eru með grímur útaf öskunni í loftinu og voru með kanarífugl í búri til að vara sig við þegar von væri á heimaskiptingu. (Þessir fuglar voru notaðir af námuverkamönnum til að vara þá við súrefnisleysi eða einhverskonar eitrun því að öllu jöfnu myndi fuglinn deyja á undan mönnunum.)

Þessari mynd gef ég 8/10 í einkunn, hún er ekki fullkominn en vel þess virði að sjá.