Þar sem þetta er nú staður fyrir áhugamenn um kvikmyndir þá vil ég koma því á framfæri við þá sem kannski hafa misst af því í fréttunum að uppi er hugmyndir um að troða 2 mínútna auglýsingahléi inn í sýningar RÚV á kvikmyndum sem eru yfir 90 mínútur. Þetta er að sjálfsögðu alveg fáránleg hugmynd og full ástæða að fólk láti heyra í sér til að mótmæla þessu rugli. RÚV menn tala um að fyrir auglýsingahléum séu fordæmi t.d. í Formúlunni en ég blæs nú bara á svoleiðis rök því ein vitleysan réttlætir ekki aðra. Þeir ættu þá frekar að hætta að troða auglýsingum inn í Formúluna. Ég horfi nú mjög sjaldan á kvikmyndir á RÚV (er samt neyddur til að borga afnotagjöld) en þetta á eftir að koma algerlega í veg fyrir að ég geti sest niður og horft á bíómynd á RÚV.