Face/Off Face/Off

Leikstjóri: John Woo

Aðalhlutverk
John Travolta .. Sean Archer/Castor Troy
Nicolas Cage .. Castor Troy/Sean Archer
Joan Allen .. Dr. Eve Archer
Alessandro Nivola .. Pollux Troy
Gina Gershon .. Sasha Hassler

Kvikmyndin Face/Off kom út árið 1997 og eins og greint var áður er leikstjóri myndarinnar John Woo og er þetta með seinustu myndum hans áður en hann missti þráðinn. Myndin er skrifuð af Mike Werb Og Michael Colleary.

Myndin fjallar um “ofurlögguna” Sean Archer (Travolta) sem er búinn að reyna að vera að ná sama Hryðjuverkamanninum í 6 ár. Castor Troy (Cage) heitir hann, eftir að hann ætlaði að drepa hann en kúlan fór í gegnum hann og í son hans þar sem þeir voru saman í hringekju í skemmtigarði.

Síðan snemma í myndinni nær Sean Archer LOKSINS Castor Troy eftir löng slagsmál..eftir slagsmálin fellur Troy í dá þá finnst í einkaþotu Troys teikning á geisladisk af eiturgassprengu sem á að drepa hálfa Los Angeles borg.

Þá verða uppi fótur og fit og fer Archer að yfirheyra bróðir Troys sem virkar ekkert vegna þess að hann er snargeðveikur. Næst fer Archer að yfirheyra vini Troys og þar nær hann því út úr einum þeirra að sprengjan á að springa þann 18. í sama mánuði (6.dagar voru til stefnu ef ég man rétt)..

En eina vandamálið er að þau vita ekkert um þessa blessuðu sprengju. Þá kemur Dr. Holllis Miller(CCH Pounder) með hugmynd..Má deila um það hvort hún er sniðug eða ekki. En hún hljóðar svo að með nýjustu tækni er hægt að skera andlitið af Troy og setja það á Archer. Archer tók ekki vel í þetta í fyrstu en félst á það seinna.

En tilgangurinn með þessari aðgerð var sá að Archer á að fara sem Castor Troy í fangelsið sem bróðir hans Troys er í og fá það úr honum hvar sprengjan sé stödd.
Tókst það fullkomlega.

En þegar Archer var á leiðinni heim tylkinnti einn fangavarðana að það væri kominn gestur til hans. Archer “vissi” að þetta væri örugglega Dr. Holllis eða Tito( Robert Wisdom) vinur hans að koma ná í hann en þau voru þau einu sem vissu af þessari aðgerð fyrir utan Dr. Malcolm Walsh(Colm Feore) sem framkvæmdi aðgerðina.

Archer stendur inní heimsóknarherberginu… Síðan heyrir hann hurðina opnast en sér þá sjálfann sig…..

Svo má nú eiginlega ekki segja meira..Endilega þeir sem ekki hafa séð þessa mynd skellið ykkur útá næstu Video leigu..Frábær mynd með frábærum leikurum..

Gagnrýni

Já það sem mér finnst um þessa mynd er hún byrjar með látum og dettur smá niður í miðjunni en fer svo strax aftur í gang en endar með Væmni..

Svo er uppáhalds persónan mín í þessari mynd. Pollux Troy eða bróðir Castor Troys ekki spurja mig afhverju það er bara einhvað við hann sem heillar mig.
Svo verð ég að segja þó að Nicolas Cage sé í meira uppáhaldi hjá mér en John Travolta þá fannst mér Travolta MUN betri í þessari mynd, mér fannst hann betri sem Castor Troy og Sean Archer þó að Nicolas Gage sýndi nú líka sýnar bestu hliðar í þessari mynd.

Takk fyrir mig ;)