Rock Star Nýjasta mynd Mark Wahlberg´s heitir Rock Star. Söguþráður: Chris Cole er bara ósköp venjulegur maður. Hann vinnur við að laga ljósritunarvélar og býr ennþá hjá foreldrum sínum. Hann er hugfanginn upp yfir haus af hljómsveitinni Steel Dragon sem bílskúrbandið hans, Blood Pollution, er stofnuð eftir. Svo einn daginn er hann beðinn um að taka við stöðu aðalsöngvara Stáldrekanna og er bombað upp á stjörnuhimininn, þar sem öll flóðljósin skína einungis á hann.
Aðalkvenhlutverkið er leikið af henni gullfallegu Jennifer Aniston en myndinni er leikstýrt af Stephen Herek (Holy Man, 101 Dalmatians).
Það var ekkert til sparað við gerð hennar og settu þeir meðal annars á svið tónleika með 10.000 áhorfendum.
Þegar ég les söguþráðinn, minnar hann mig svolítið á Almost famous. Ungur maður fær drauma sína uppfyllta og fer í ferðalag sem hann mun aldrei gleyma.