Cube 2 Ef að það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér þá er það þegar myndir sem eru byggðar á góðum hugmyndum en eru klúðraðar af metnaðarleysi eða einfaldlega kunnáttuleysi. Ein svoleiðis mynd var Cube. Þetta var mynd sem var gerð fyrir allt of litla peninga í kanada en sló samt í gegn vegna sérstöðu hugmyndarinnar á bak við hana. Hún fjallaði um sjö einstaklinga sem vakna inn í risastórum kubb. Þau hafa ekki hugmynd um það hvernig þau eiga að koma sér út en þau hafa öll einhverja hæfileika sem koma að góðum notum. Kubburinn er fullur af gildrum og þau þurfa að finna leið til að forðast þær til að komast út. Myndin byrjar mjög vel en verður ekki allveg nógu góð seinni partinn. Nú hefur verið ákveðið að gera framhald af þessari mynd. Ég ætla bara rétt að vona að það verði meiri peningar í boði við gerð hennar. Enn og aftur eru nokkrir einstaklingar settir í kubb og þau eiga að koma sér út. Munurinn á þessari mynd og þeirri fyrri er að nú er kubburinn í fjórðu víddinni. Fjórða víddin hefur verið mikill brainteaser fyrir stærðfræðinga og er það því ljóst að það verður talsvert erfiðara að komast út úr þessum kubb heldur en þeim fyrri. Það sem verra er það gilda allt aðrar eðlisfræði reglur í kubbnum en venjulegir menn eiga að venjast. Gildrurnar eiga víst að vera talsvert flóknari og má nefna dæmi eitthvað sem kallast Time Gear, sem rífur í sundur líkama með notkun á tímarúmi( going já þetta hljómar eitthvað sýrulegt ég veit). Það er alltaf gaman að sjá eitthvað nýtt og ég er nokkuð viss um að þessi mynd verður það en hvort hún verður góð það þori ég ekki að tjá mig um. Þetta framhald á að koma 2002. Ég mæli með því að fólk tjekki á Cube út á videoleigum landsins ef þau hafa gaman af öðruvísi sci-fi myndum.

-cactuz