Er Neo Jesús? Ég rakst á skemmtilega grein á netinu um daginn sem fjallar um samlíkingu á Neo úr The Matrix og Jesús Krist. Ég ætla ekki að koma með alla greinina hérna en ég ætla hinsvegar að stikla á stóru atriðunum.
Neo: Neo þýðir breyting og er einnig orðaleikur(Neo=The One). Hann er kallaður The Chosen One af Morpheus. Hann fæðist í raun í vélinni sem líkist móðurkvið( með slöngur sem naflastreng og svo að lokum göngin sem koma honum í heiminn). Þessa fæðingu mætti kalla Virgin Birth því það er enginn getnaður sem á sér stað.
Jesús: Var einnig kallaður The Chosen One og fæddist getnaðarlaust því Guð skipaði Jósef að halda Maríu hreinni þar til frelsarinn fæðist.
Crewið/lærisveinarnir: Fólkið í kringum Neo er spennt yfir að hafa hann því hann er sá útvaldi og þau fylgja honum líkt og lærisveinar Jesús.
Bræðurnir: Jesús hitti fyrir tvo bræður Símon og Andrés. Neo hitti Dozer og Tank.
Dauði og Upprisa: Neo deyr eins og Jesús af völdum yfirvalda. Þeir rísa upp frá dauðum báðir. Senan í lok Matrix þar sem Neo flýgur upp í loftið gæti verið Jesús að rísa upp til himna. Þeir verða báðir voldugir eftir upprisuna.
Cypher/Júdas: Neo er svikinn af Cypher( sem er nú nokkuð líkt Lúsifer) og Jesús svikinn af Júdas. Cypher er gerður djöflalegur, hann er með hökutopp og er sá eini sem klæðist rauðu. Þegar hann situr ofan á Morpheus speglast ljós á headsettið á honum líkt og horn. Þegar Neo horfir á Cypher fyrir utan eina byggingu sést í sólarlag á gleraugum hans og þannig virka augu hans rauð. Cypher segir við Trinity “ dont hate me, Im just a messenger”. Djöfullinn kallaði sig messenger.
Morpheus/Guð: Morpheus virkar oft eins og Guð þegar hann segir Neo til. Hann er allan tímann viss um að Neo er sá útvaldi. Tank segir um hann “ you were more than a leader to us, you were a father”.
The Oracle/véfréttin í Delfí: Allar véfréttir þar á meðal véfréttin í Delfí spáðu fyrir komu frelsarans Jesú. The Oracle segir við Morpheus að hann muni finna þann útvalda.

Það eru einnig biblíunöfn í Matrix, t.d. Zion(sem var Guðsborg þar sem hamingja ríkti). Tank segir “If the war would be over Zion is where the party would be”. Skipið þeirra heitir Nebuchadnezzar( sem var nafn á konungi Babylóníu sem dreymdi marga skrýtna drauma og sturlaðist svo. Hann ráfaði um eins og skepna síðan í óbyggðum líkt og skipið þeirra ráfar um í rústum og jarðgöngum.
Neo heitir í raun Thomas Anderson. Thomas var í biblíunni kallaður efasemda Tómas, Því hann trúði því ekki að Jesús væri dauður fyrr en hann sá sárin hans. Þegar Neo er skotinn finnur hann ekkert fyrr en hann sér sárið og blóð. Hann hefur efasemdir um að hann sé sá útvaldi= Efasemda Thomas.
Choi segir við Neo í byrjun myndarinnar “Hallelujah, You´re my savior. My own personal Jesus Christ”.

Svona að lokum eru hér nokkrir fróðleiksmolar um Matrix.
*Myndin var tekinn í Sidney en það stendur bara City á símaskrám,símaklefum og neðanjarðarlestinni. Hins vegar koma fram götunöfn sem eru frá Chicago( Wackhowski bræður eru þaðan).
*Þegar Cypher fundar með Agent Smith notar hann nafnið Mr.Reagan. Þetta er vísun í Ronald Reagan sem var oft kallaður Satan vegna þess að það eru 6 stafir í skírnar-,mið- og eftirnafni hans Ronald Wilson Reagan = 666.
*Þegar Switch segir við Neo “We dont have time for 20 questions” er Neo einmitt búinn að spyrja 20 spurninga í myndinni.
*Myndin var frumsýnd um Páskahelgi(ahaaaaa).
*Þegar Wackowski-bræðurnir voru spurðir út í þessar Jesús líkingar sögðu þeir að þetta væri enginn tilviljun.

Jæja ég vona að fólk hafi haft gaman af.
Takk fyrir mig
-cactuz