The Devils Rejects (2005) Leikstjóri/handrit: Robert Cummings( Rob Zombie)
Aðalhlutverk: Sid Haig,Bill Moseley,Sherri Moon.

Rob Zombie er frekar nýr í kvikmynda bransanum þó að hann hafi verið ofur-hryllingsmynda aðdáandi síðan hann var krakki, og ef einhver sem aldrei hefur séð kvikmyndmynd eftir hann myndi horfa á eina myndi sá líklega halda að Rob hafði verið í bransanum í mörg ár, ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að hann er svona hryllilega hæfileikaríkur.

Fyrsta myndin hans var House of 1000 corpses sem var mjög innblásin af Texas Chainsaw Massacre, hún var líka alveg gegnumsýrð af súrrílisma og allar persónurnar voru mjög ýktar. Devils Rejects er framhald af þeirri mynd en samt eru þær svo gjör ólíkar. Firefly fjölskyldan er enn í aðalhlutverki en er orðinn mun raunverulegri og allt yfirnáttúrulegt hefur verið fjarlægt.

Í stuttu máli fjallar myndin um það þegar lögreglan nær loksins Firefly fjölskyldunni og ræðst á heimili þeirra. Aðeins líknauðgarinn og sadistin Otis og systir hans Baby sleppa og fara þá í skemmtilega ferð sem er ekki við hæfi fyrir börn undir 16 ára aldri. Þau hitta hinn morðóða Captain Spaulding og drepa alla sem verða á vegi þeirra á meðan fógeti sem alveg jafn brenglaður og þau reynir að hefna sín á þeim fyrir morðið á bróður sínum. Allir leikaranir eru hreint út sagt frábærir ef maður telur Leslie Easterbrook sem leikur Mother Firefly ekki með, en sú sem lék Mömmuna í fyrstu myndini var mun betri.

Það er eitt sem greinir Devils Rejects frá flestum öðrum myndum af sömu tegund og það er sú staðreynd að sjúku raðmorðingjarnir eru mjög mannlegir og maður fer næstum að hafa samúð með þeim þegar endirinn nálgast, þetta sananr auðvitað bara hversu góðar persónur Zombie hefur skapað og maður vonar að hann eigi eftir að gera margar myndir í viðbót. Devils Rejects er mjög svipuð hryllingsmyndum frá gulltímabili hryllings á áttunda áratugnum og Zombie langaði að nota bara aðferðir sem voru til á þeim tíma en því miður þurfti sökum peninga og tímaskorts að nota mikið af tölvubrellum sem skemmir eiginlega 70´s fílingin.

Vegna frábærs handrits, persóna og góðs leiks auk bestu notkun á Free Bird í kvikmynda sögunni gef ég Devils Rejects ****/*****