Áhuginn á Trivium virðist eitthvað vera farinn að minnka því 11 manns tóku þátt í Triviu 19 sem er ekki nógu gott.. En hér koma skorkortin:

addoo … 10
clover … 9
thedoctor … 7
kitiboy … 6
Ragnarr… 5
killy, sofus, rfm … 4
VOB … 3 ½
zailex … 3
THT3000 … 1

Heildarstaðan er því:

sofus … 144
clover … 126,5
tactical … 102
zailex … 98
rfm … 93

Dreifing svara:

1. thedoctor, clover, killy, addoo.
2. THT3000, kitiboy, thedoctor, clover, rfm, Ragnarr, killy, addoo, VOB, zailex, sofus.
3. thedoctor, clover, rfm, Ragnarr, addoo, VOB ½.
4. kitiboy, clover, Ragnarr, addoo, sofus.
5. kitiboy, thedoctor, clover, addoo.
6. kitiboy, thedoctor, clover, rfm, Ragnarr, addoo, VOB, zailex.
7. kitiboy, thedoctor, clover, addoo, sofus.
8. kitiboy, thedoctor, clover, rfm, Ragnarr, killy, addoo, VOB, zailex.
9. addoo.
10. clover, killy, addoo, sofus.


1. Eftir að hafa gert ógleymanlega stríðsmynd var næsta verkefni leikstjóra eins að gera “low-budget” vestra. Sú mynd fór hins vegar fáránlega langt fram úr öllum kostnaðaráætlunum og er talin með einum stærstu floppum kvikmyndasögunnar ásamt því að draga heilt kvikmyndaver á barm gjaldþrots. Hvaða mynd floppaði svona rosalega?

Eftir að Micahel Cimono leikstýrði The Deer Hunter gerði hann umræddan vestra er ber heitir Heaven’s Gate.

2. Tvíeyki eitt hefur birst í sjö myndum ef talið er með eitt örhlutverk (cameo). Þetta eru tveir karlmenn, annar grannur og kjaftfor en hinn er andstaðan við þann fyrra. Í haust kemur út framhaldsmynd af fyrstu myndinni sem þeir komu fram. Hvaða menn eru þetta?

Ekki ýkja erfitt, Jay & Silent Bob.

3. Þekktur leikstjóri ætlaði sér að gera “bestu kvikmynd allra tíma”, en hún átti að fjalla um mann úr mannkynssögunni sem fór mikinn í Evrópu á sínum tíma og ætti að vera öllum kunnugur. Leikstjórinn sökkti sér ofan í bækur um þennan fræga mann og tók sér jafnvel upp ýmsa siði hans. Aldrei leit þó myndin dagsins ljós og mikil eftirsjá er af þeirri staðreynd í dag. Hvaða leikstjóri ætlaði sér að gera þessa stórmynd og um hvaða mann?

Það var Stanley Kubrick sem ætlaði sér að gera stórmynd um Napóleon.

4. Hvaða leikstjóra sýnir þessi mynd?

Þetta ku vera Wes Craven sem er kunnur í hryllingsmyndageiranum en hann hefur leikstýrt m.a. Scream og A Nightmare on Elm Street.

5. Spurt er um leikara. Í fyrstu mynd sinni lék þessi leikari í lítt þekktri mynd frá árinu 1982, en eftir það hefur ferill hans að mestu legið uppá við, hefur hann m.a. leikið morðingja frægs manns, illan höfðingja og guðföður stráks með óvenjulega hæfileika. Hver er maðurinn?

Rétt svar er Gary Oldman og hlutverkin eru Lee Harvey Oswald, höfðingi í The Fifth Element og Sirius Black í Harry Potter-myndunum.

6. Leikstjóri einn er líklega fyrir eina frægustu hasarmynd allra tíma. Hann gerði einnig framhald myndarinnar sem ekki var minna vinsælli. Hann hefur að auki gert tvær myndir sem fjalla um ólíkar tegundir af sjávarháska. Hver er maðurinn?

Þetta er James Cameron og myndirnar eru The Terminator, T2, The Abyss og Titanic.

7. Spurt er um ártal. Meðal mynda sem komu út á þessu ári voru mynd um mann sem fær afar óvenjulega afmælisgjöf, glæpamynd er gerist á sjötta áratugnum í BNA og mynd um sérvitran rithöfund. Hvaða ár er þetta?

Árið er 1997 og myndirnar eru The Game, L.A. Confidential og As Good as it Gets.

8. Fyrir eftirminnilega spennumynd lét breskur leikstjóri byggja eftirlíkingu af Rushmore-fjalli vegna þess að hann fékk ekki að taka upp á raunverulega fjallinu. Hvaða leikstjóri er þetta?

Alfred Hitchcock er maðurinn og myndin er North by Northwest.

9. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?

Það kom mér á óvart að það var aðeins einn með þetta en þetta er úr The Devil’s Rejects.

10. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?

October Sky er rétt svar hér.

Ný trivia er komin upp og ég meina það.. Svarið henni.

P.S. Næstkomandi laugardag og sunnudag getið þið ekki sent mér svörin við triviunni sem er núna þar sem ég verð erlendis. Það þýðir að Liverpool er eini stjórnandinn eftir. Sendið honum svörin.