Slys í kvikmyndum Það er ekki tekið með sældarlífinu að vera í kvikmyndabransanum. Leikarar og aðrir starfsmenn kvikmynd hafa oft lent í því að slasa sig við gerð ýmissa mynd. Hér eru nokkur dæmi um meiðsli við gerð kvikmynda.

Anthony Hobkins: Var næstum dauður þegar hann féll oní straumharða og kalda á við tökur á “The Edge”.

Orlando Bloom: Rifbeinsbrotnaði þegar hann datt af hestbaki við tökur á “Lord of the rings”

Viggo Morthensen: Braut tvær tær þegar hann sparkaði í hjálminn við orkabrennuna í “Lord of the rings: The Two Towers” sem sagt öskrið var ekki í handritinu.

Benicio Del Toro: Slasaðist alvarlega á úlnlið við tökur á “The Hunted” og var óvíst að hann mundi ná sér aftur.

Jeffrey Hunter: Slasaðist ílla við tökur á “¡Viva América!” þegar hann lenti í sprengingu. Hann var alla tíð slappur eftir þetta slys og leiddi þetta til annara slysa t.d. varð hann viðbragðslítill á karate æfingu og fékk alvarlega höfuð áverka. Fékk hann eftir þetta köst og leið yfir hann á heimili sínu einn dag þar sem að hann var á labbi upp stiga, datt hann niður stigann og lést þar 42 ára gamall.

Bob Morgan: Var við tökur á myndinni “How the west was won” þegar hann varð fyrir alvarlegu slysi. Hann var að leika í byssubardaga við lest sem flutti trjátrumba og losnaði ein keðja og fékk Morgan einn trjádrumbinn oná sig. Óvíst var um líf hans en hann náði sér þó en þurfti 5 ár til þess.

Brandon Lee sonur Bruce Lee: Var við tökur á myndinni “The Crow” þar sem persónan hans var skotin til bana. Hann var skotinn aftur og aftur með “blanks-skotum” óheppilega vildi til að hluti úr “blanks-skotinu” festist í hryggnum á honum. Læknir vann við að hjálpa honum í 5 klst. en það dugði ekki til og hann var útskurðaður látinn kl 01:04 um nóttina.

Halle Berry: Fékk ljóskastara í höfuðið við tökur á “Catwoman” og fékk glerbrot í augað við tökur á “Die another Day”.

John Jordan tökumaður: John Jordan öðlaðis frægð fyrir að taka upp ótrúlegar loftmyndir í James Bond myndunum. Jordan varð fyrir því slysi að þegar hann var að taka upp “You Only Live Twise” að hann lét sig síga niður úr þyrlu til á ná betri sjónarhorni og vegna hvassviðris lenti hann í þyrluhreyfli annarar vélar og missti hann fótinn. Hann hætti þó ekki iðju sinni enda talinn besti tökumaður heims. Tveimur árum seinna var hann að taka upp aðra mynd þegar hann varð fyrir því óhappi að sogast útúr flugvél sinni og féll niður 2000 fet og lést. Ekki er fólk sammála um hvort það gerðist við gerð myndarinnar “On Her Majesty's Secret Service” eða “Catch-22” samkvæmt aukaefni á DVD-diski “You Only Live Twise” gerðist það við “On Her Majesty's…” en samkvæmt www.imdb.com gerðist það við gerð “Catch-22”. Bæði slysin urðu vegna mistaka samstarfsmanna hans (þó að það spili inní það að Jordan neitaði að vera með öryggisbúnað hann sagðist ekki ná eins góðum skotum þannig)

Pierce Brosnan: Var laminn hörkulega í andlitið við tökur “Tomorrow never dies” og er með ör eftir það.

Martin Grace: Áhættuleikari sem gerði margar frábærar senur fyrir Bond-myndirnar var hann við tökur á “Octopussy” þegar Martin fyrir slysi sem átti eftir að verða þekkt í James Bond sögunni. Fyrir þá sem hafa séð “Octopussy” þá muna þeir eflaust eftir atriðinu þar Bond hangir utan á lest og þarf að passa sig á trjám og öðrum hlutum sem þjóta fram hjá. Þetta gerði Martin og gekk frábærlega þangað til að tökum var lokið og lestin var að hægja á sér, þá fór hún aðeins lengra en hún hafði farið í fyrri senum og birtist allt í einu óvænt tré sem Martin lenti í missti jafnvægið og drógst á eftir lestinni. Óvíst var hvort að hann myndi lifa það af en hann náði sér enda harður nagli. Martin slasaði sig einnig í “For your eyes only” þó ekki eins alvarlega en hann tekur sér hlutverk Bond í einni af lokasenunum þar sem hann þarf að verjasta manni sem ræðst á hann með logandi kertastjaka. Martin veltir sér til hliðar eins og sagt var í handritinu en hendin var eftir og brenndi hann sig íll á hendinni.

Sean Connery: Var að æfa undir “Never say never again” og fékk til liðs við sig snilling í bardagalistum. Voru þeir að æfa þegar að kennarinn hans braut á honum úlnliðinn. Connery var með úlnliðinn brotinn í nokkur ár því hann hélt að þetta væri bara litlir áverkar.
Kennarinn hans var Steven Seagal þá óþekktur kvikmyndabransanum.

Bill Weston: Flestir Bond-unnendur muna eftir bardaga Necros við þjóninn. Andreas Wisniewski sem lék Necros var ókunnugur bardaga senum og var því dáltið klaufskur í senunni. Þ.á.m. fingurbraut hann og rotaði móttleikara sinn Bill Weston.

Topol: Þetta sá ég á aukaefni “For your eyes only” þannig að ég skil þetta ekki alveg 100%. Topol var við tökur á “For your eyes only” og var hann að taka upp stórt bardagaatriði á skipi (Bond-unnendur þekkja þessa senu líklega) allir leikarar notuðu “blanks-skot” í þessu atriði og var eitt skotið ekki eins “blank” og haldið var og flaug það í höfuð Topol og myndaði ljótt sár fyrir ofan augað á honum. Án þess að öskrað væri “cut” eða neitt rauk framleiðandinn Albert Broccoli upp og rauk með Topol uppá spítala. Topol náði sér að fullu mjög fljótt og kláraði allt sitt við myndina.

Brad Pitt: Sleit sin í fæti við tökur á “Troy” og braut á sér hendina við tökur á “Se7en”. Vegna þess var persónan hans látin brjóta á sér hendina.

Angeline Jolie: Var við tökur á “Tomb Raider” þegar kviknaði í náttfötunum hennar í ljósakrónuatriðinu hún var flutta á sjúkrahús með brunasár en mætti til vinnu daginn eftir.

Þetta er bara örlítið brot af slysum í kvikmyndabransanum. Mikið af þessum eru úr Bond-myndum enda er ég mikil áhugamaður Bond-myndanna. Ef þið vitið um einhver meiðsli stjarnanna sem gaman væri að bæta við endilega bætið við.