Englar Alheimsins Ég vil benda fólki á að þetta er mín fyrsta grein, er að prófa bara.

Nýlega horfði ég á Englar Alheimsins á DVDí annað skipti, síðan í 10 bekk. Ég verð nú eiginlega að viðurkenna að þetta er ein besta íslenska kvikmynd sem ég hef séð. Fjórar ástæður eru fyrir því að þetta sé ein af betri íslenskum myndum sem ég hef séð, langar að nefna þær hér.

Í fyrsta lagi. Sagan / Bókin er eftir engan annan en Einar Má Guðmundsson sem er einn virtasti rithöfundur á Íslandi. En eins og ég best veit þá skrifar hann söguna um bróður sinn sem varð geðveikur. Ég las bókina áður en ég sá myndina, en hún er ein af betri bókum sem ég hef lesið.

Í öðru lagi. Leikararnir. Mér finnst snilldarlega vel valið í hlutverk í myndinni en sérstaklega þó í aðalhlutverkin. Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverkið sem Páll og vinnur hann sigur í myndinni að mínu mati, finnst hann ótrúlega sannfærandi þegar hann byrjar að verða geðveikur. Baltasar Kormákur leikur svo Óla Bítil en mér finnst hann snilldarlega vel leikin, sérstaklega hvernig hann talar og ber sig fram. Björn Jörundur fer svo með hlutverk nastistans Viktor og túlkar hann ótrúlega vel. Og síðast en ekki síst Hilmir Snær sem leikur Pétur, en mér finnst hann einn af bestu íslensku leikurum í dag, sannar það í myndinni 101 Reykjavík. Aukahlutverkin eru einnig vel valin og má sjá leikara eins og Margréti Helgu sem leikur móður Páls, Egil Ólafsson og fleiri.

Í þriðja lagi. Leikstjórinn er enginn annar en Friðrik Þór sem er okkar besti leikstjóri en hann hefur leikstýrt myndum á borð við Djöflaeyjuna, Fálka og Kaldaljós.

Í fjórða lagi. Tónlistin. Sigur Rós, ein af okkar allra frægustu hljómsveitum, sér um alla tónlist í myndinni nema tvö lög og finnst mér hún gefa myndinni þá tónlist sem hún þarf. Fékk hreinlega gæsahúð þegar „Dánarfregnir og Jarðarfarir” var spilað undir atriðinu þegar Páll ætlar að fremja sjálfsmorð. Hin tvö lögin sem um er að ræða eru Don’t Let Me Be Misunderstood í flutningi The Animals og I Put a Spell On You sem ég veit ekki hver flytur en þau passa mjög vel inní atriðin sem þau eru leikin undir í.

Þetta er ástæðurnar fyrir því afhverju ég held að þetta sé ein besta íslenska kvikmynd fyrr og síðar þótt ég eigi eftir að sjá nokkrar, en hún er allavega í hópi þeirra bestu.

—-

Heimildir.

www.imdb.com