Jay and Silent Bob Strike Back Nýjasta mynd Kevin Smiths Jay and Silent Bob er ný komin í bíóhús í USA og hefur gengið nokkuð vel þar og er hún að fá 8.0 á www.imdb.com eftir 3205 votes.—Myndin fjallar um hina frægu karektera hans Kevin Smiths Jay (Jason Mewes) og Silent Bob (Kevin Smith). Jay og Silent Bob eru fyrimynd teiknimynda persóna sem kallast Bluntman and Chronic sem Brodie (Jason Lee) hefur skapað. Vegna vinsælda bíómynd eftir teikimyndasögum í Hollywood kaupir Miramax réttinn á að gera bíómynd eftir Bluntman and Chronic og ráða James Van Der Beek (Dawson greek) til að leika Bluntman og Jason Biggs (American Pie) til að leika Chronic. Jay og Silent Bob eru hreynt ekki ánægðir með að heyra að það eigi að gera bíómynd um þá og að þeir séu skildir eftir í kuldanum og taka þeir þá til ráðs að fara til Hollywood til þess að fá sinn skerf af peningakökuni. Þar með hefst ferðalag þeirra og lenda þeir í ótrúlegustu ævintýrum á leiðinni—. Jay and Silent Bob er grínmynd stút full af homma/dóna/ kúk og piss bröndurum sem er ekkert nema sjálfsagt því þeir sem hafa séð þá tvo í myndum Kevin Smiths vita hve oft Jay segir shit, cunt og fuck í hverri settningu og væri ekki hægt að gera myn um þá tvo án þess að hafa eitthvað dónalegt. Leikaralið myndarinnar eru engar smá stjörnur en það eru allir fasta gestir í myndum Kevin Smiths og leikarar sem eru vinir hans, ástæðan fyrir því að öll þessu frægu nöfn eru í þessari einu mynd er af því að þetta er síðasta mynd hans innan Askew heimisins, það eru myndir á borð við Dogma, Mallrats og Clerks. Það er að sjálfsögðu ekkert hægt að tala um hvernig leikararnir standa sig eða hvernig handritið er útpælt því þetta er nú einu sinni dellu mynd og láta allir eins og fífl. Ég skemmti mér konunglega þegar ég sá Jay and Silent Bob og hvet ég alla sem hafa haft gaman af myndum Kevin Smiths að sjá hana þegar hún kemur í bíóhús hér á klakanum því það er eitthvað sem enginn getur séð eftir.

Jason Mewes …. Jay Phat Buds
Kevin Smith …. Silent Bob
Renée Humphrey …. Tricia “The Dish” Jones
Shannen Doherty …. Rene Mosier
Ben Affleck …. Holden McNeil/Himself
James Van Der Beek …. Himself/Bluntman
Jason Biggs …. Himself/Chronic
Matt Damon …. Himself/Will Hunting
Joey Lauren Adams …. Alyssa Jones
Shannon Elizabeth …. Justice, Jewel Thief #2
Eliza Dushku …. Sissy, Jewel Thief #1
Carrie Fisher …. Nun
Tracy Morgan (II) …. Pumpkin Escobar (L.A. Drug-Dealer)
Scott Mosier …. Willam Black/Extras Wrangler
Ali Larte