Hér eru úrslitin úr triviu 16. 24 tóku þátt.

Ég ákvað að taka ekki saman gömlu góðu töfluna með hverjir gátu hvaða spurningu. Ástæðan er að það er hreinlega leiðinlegt. Sé undirskriftalista með a.m.k. 1000 kennitölum skilað inn á borð Menntamálaráðherra fyrir lok næstu viku verður ákvörðunin ef til vill endurskoðuð.

1. sofus … 9
2. arnarj, clover, killy, VOB … 8
3. gunnso, peturp … 7 ½
4. kitiboy, viddi, Liverpool, pinkytoe … 7
5. follu … 6 ½
6. rfm, Za1LeX, TenaciousD … 6
7. Mjazi1, TekinMedHervaldi, nokiddin, spakmadur, Gillzilla … 5
8. davido … 4
9. Foringinn, Mancio … 3
10. THT3000 … 2 ½

Jæja… ég handtaldi allar niðurstöðurnar þegar tími gafst í gær og ég held ég treysti ekki aftur á Excel. Ég finn einhverja leið til að koma þessu á netið á þægilegu formi. Fimm efstu í heildarkeppninni eru:

1. sofus 115
2. tactical 102
3. clover 99,5
4. peturp 96
5. Za1LeX 79


1. Hvaða leikari er á þessari mynd og á hverju heldur hann?

Þetta er stórleikarinn Humphrey Bogart og hann heldur á maltneska fálkanum úr samnefndri mynd.

2. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?

Þetta er úr einni af förnsku Taxi-myndunum.

3. Alfred Hitchcock er þekktur fyrir að leika sjálfur smáhlutverk í myndum sínum. Í hvaða mynd er hann gestur í íbúð píanóleikara?

Íbúð píanóleikarans er ein af þeim sem James Stewart sér inn í í Rear Window.

4. Leikarar eru ýmsum hæfileikum gæddir. Þegar leikstjóri myndar vildi fá smá húmor í mynd sín bað hann einn leikaranna að skrifa sjálfur létt atriði í annars frekar þunga mynd. Úr urðu mjög skemmtileg orðaskipti þar sem sagt er við umræddan leikara að hann sé fyndinn og leikarinn þykist þá taka ummælunum illa og spyr á hvaða hátt hann sé fyndinn í stríðnisskyni. Um hvaða leikara er rætt?

Hér er talað um myndinga Goodfellas og leikarinn er Joe Pesci.

5. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?

Þetta skjáskot er úr The 5th Element eftir Luc Besson.

6. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?

Þetta er úr myndinni Pi eftir Darren Aronofsky.

7. Útlend mynd var endurgerð í Hollywood á síðustu öld nokkrum árum eftir útkomu upprunalegu myndarinnar. Hún var endurgerð undir bandarísku þýðingunni á erlenda titlinum. Endurgerðin var talsvert öðruvísi að uppbyggingu og tegund en upprunalega en hefur samt sem áður verið álitin með betri myndum í sínum flokki. Endurgerðin spannaði svo af sér framhaldsmynd sem kom út 6 árum síðar. Hver er myndin (hvor titill sem er)?

Myndin sem spurt er um er Schichinin no samurai (Seven Samurai) eftir Akira Kurosawa. The Magnificent Seven er nafn endurgerðarinnar.

8. Í hvaða mynd er bandarískur maður hertekinn af hópi samúræja sem tekur hann með sér til heimkynna sinna þar sem hann kynnist siðum þeirra?

Frekar borðleggjandi. The Last Samurai með Tom Cruise.

9. Leikstjóri hefur m.a. unnið með Robin Williams og Sean Connery og ein mynd hans var gerð að vissu leyti eftir skotárásunum í skóla í Columbine í Bandaríkjunum. Hver er maðurinn?

Leikstjórinn er Gus Van Sant. Hann leikstýrði Williams í Good Will Hunting og Connery í Finding Forrester. Myndin sem um er rætt er Elephant.

10. Spurt er um tvíeyki í kvikmyndasögunni. Tvíeykið er með öllu óvenjulegt enda eru meðlimir tvíeykisins ólíkir að flestu leyti. Annar þeirra er stór og heldur treggáfaðri en hinn er lítill og frekar kaldhæðinn. Þeir komu fram sem aukapersónur í kvikmynd en vöktu svo mikla lukku að ári síðar fengu þeir sína eigin sjónvarpsþætti sem stóðu í 4 ár. Þeir eru líklega þekktastir fyrir einkennisorð sín sem eru 2 talsins og flestir þekkja. Hvert er tvíeykið?

Þetta eru að sjálfsögðu vildarvinirnir Tímon og Púmba en einkennisorð “Hakúna Matata” hafa verið á flestra vörum síðan myndin kom út.

Jæja… nú erum við þrír og nú ætti að komast regla á málin aftur. Tilkynnt verður síðar í vikunni hver nýr triviadagur verður.