Ég vil bara benda á að ég ætla ekki að fara yfir allt dæmið í þessari mynd, bara nokkur atriði. Soldið pointless, really.

Ég fór að sjá X-men 3 um daginn og ég var orðin ótrúlega spennt enda búin að bíða eftir henni í 3 ár. Ég varð samt fyrir hálfgerðum vonbrigðum með þessa mynd. Hún var góð en bara ekki eins góð og hún hefði getað verið. Það var líka Brett Ratner sem leikstýrði þessari en ekki Bryan Singer sem leikstýrði fyrri tveimur snilldarlega. Ratner jafnast ekkert á við Singer að mínu mati.

Ég fer ekki að segja frá söguþræðinum því ég nenni því bara ekki en eins og flestir vita þá kemur Jean aftur en í formi Pheonix, sem er “vonda hliðin” á Jean blessaðri. En því miður deyr hún aftur í endann og fannst mér þessi endurkoma ótrúlega tilgangslaus! Hún gerði bókstaflega ekki neitt nema að gera Wolverine þunglyndan! En hey, hún er með flott hár!!

Svo fannst mér karakterinn Angel (gaurinn með vængina) látinn líta út fyrir að vera merkilegur í treilerunum. En eins og Pheonix þá er hann mjög tilgangslaus og gerir ekki neitt. …..hot samt.

Ég var ánægð með Kelsey Grammar sem “The Beast”. Svoldið óánægð með valið á leikara Juggernaut, hann var bara of kjánalegur, ekkert scary!

Svo er dauðaatriði Pheonix. Það öskraði bara Van Helsing! Hann Wolverine hélt henni svona að sér, grátandi, ber að ofan og svo kom þetta klassíska “NOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO!!”. Híhíhí. Þetta voru gallarnir.

Það sem að mér fannst gott við myndina var að maður þurfti ekki að hafa séð fyrri myndirnar eða bara vitað hvað þetta var um. Vinkonur mínar höfðu ekki séð myndirnar en skemmtu sér samt mjög vel og ég var mjög fegin að ég þurfti ekki að útskýra neitt.

Stjörnur myndarinnar voru án efa Ian McKellen(Magneto) og Hugh Jackman(Wolverine). Ég hef aldrei litið á Magneto sem vondan gaur, hann hefur bara…….mjög sterka skoðun á málinu! Svo dýrka ég Wolverine og allt við hann! Ég lofaði sjálfri mér að vera ekki skrækjandi fangirl en þegar hann kom réð ég ekki við skálfa mig!

En allaveganna, þetta er í alla staði góður blockbuster; mikill hasar, húmor og smá kelerí. Hörðustu X-Men aðdáendurnir eru örugglega mjög ósammála mér en mér er alveg sama. Jafnast ekkert á við hinar fyrri en nægir alveg. 3 stjörnur af 4 mögulegum.
I'm not suffering from insanity, I'm enjoying every minute of it.