Legaly Blonde Legaly blonde er ein af nýjustu “teen” myndum sem komið hafa út í sumar og sló þessi mynd Final Fantasy ref fyrir rass þegar box office tölurnar í USA komu í ljós. —Myndin fjallar um Elle Woods “Reese Witherspoon” sem er frekar mikil ljóska. Henni er sagt upp af draumaprinsinum sínum Warner Huntington “Matthew Davis” og verður hún alveg miður sín þar sem hún var búina að sjá fyrir sér hana og Warner verða gömul saman. Warner fer í Harvard lögmanna skólann en Elle er ekki lengi að bregðast við og ákveður að komast líka í þann skóla til þess að vinna aftur hjarta draumaprinsins sins—. Legaly Blonde er ekki ólík myndum á borð við “Get over it” og “Bring it on” nema hvað að í Legaly Blonde er lagt örlítið meiri áhersla á húmorin en í hinum tveim þannig að hún lendir svona mitt á milli American Pie og Get over it. Legaly Blonde er alveg ágætlega vel heppnuð “teen/grínmynd” en ef við lítum á hana alfariðm sem grínmynd þá myndi ég ekki fara fögrum orðum um hana þannig að það er ágætt að horfa á hana með því hugafari að verið sé að horfa á teen mynd með heldur fleyrum bröndurum en venjulegar “teen” myndir. Ef ég á að koma með einhvern loka punkt til að enda þetta þá segi ég bara að Legaly Blonde er svo sem alveg þess virði að eyða 96 mínútum af deginum til þess að horfa á en hún á langt í land með að toppa American Pie 2.