Hérna eru úrslitin úr triviu 15. Tíminn var langur og tóku 24 þátt.

1. kitiboy, TenaciousD, killy, Siggi, sofus, Rohypnol, tactical, TekinMedHervaldi.
2. –
3. kitiboy, THT3000, TenaciousD, Chocobofan, VOB, Kallisto, killy, Liverpool, NesKeli, Siggi, peturp, rfm, sofus, tactical, Gillzilla.
4. sofus, tactical, clover, pikknikk.
5. kitiboy, THT3000, TencaiousD, Chocobofan, VOB, Kallisto, Liverpool, Siggi, peturp, rfm, sofus, tactical, clover, Cyric, TekinMedHervaldi, Gillzilla, Pikknikk, Jeraem.
6. kitiboy, TenaciousD, VOB, killy, Liverpool, Siggi, Foringinn, peturp, rfm, sofus, tactical, clover, Cyric, TekinMedHervaldi.
7. Liverpool, Za1LeX, peturp, sofus, Jeraem.
8. kitiboy, THT3000, TencaiousD, Chocobofan, VOB, Kallisto, killy, Liverpool, Siggi, Za1LeX, Foringinn, peturp, rfm, sofus, Rohypnol, tactical, clover, Cyric, Mjazi1, TekinMedHervaldi, Gillzilla, Pikknikk, Jeraem.
9. TenaciousD, VOB, Kallisto, killy, Siggi, rfm, sofus, tactical, clover, Gillzilla.
10. kitiboy, TenaciousD, VOB, Kallisto, Liverpool, Za1LeX, peturp, rfm, Rohypnol, Cyric, Mjazi1, Gillzilla, Jeraem.

Trivia 16:

1. sofus … 8
2. TenaciousD, tactical … 7
3. kitiboy, VOB, Liverpool, Siggi, peturp, rfm … 6
4. Kallisto, killy, clover, Cyric, Gillzilla … 5
5. TekinMedHervaldi, Jeraem … 4
6. THT3000, Chocobofan, Za1LeX, Rohypnol, Pikknikk … 3
7. Foringinn, Mjazi1, NesiKeli … 2

Því miður get ég ekki birt heildarstöðuna… gamli diskurinn minn sem geymir öll eldri triviugögnin er leiðinlegur eins og stendur og ég hef ekki getað sinnt því í prófunum. Þetta fer allt hægt og rólega af stað núna og vonandi reddast þetta sem fyrst.

En fáum svörin:

1. Þegar gerð var mynd um erfitt skeið í lífi manns bað hann kvikmyndagerðarmennina um tvennt: Að nöfnum dætra hans yrði breytt og að enginn sæist reykja í myndinni. Hver er myndin?

Þetta er nokkuð augljóst svona eftirá, hér er talað um The Insider með Russel Crowe í leikstjórn Michaels Mann.

2. Tvær myndir fjalla um spæjara en eru annars ólíkar að flestu öðru leyti. Þó bera persónur í báðum myndum mjög líkt nafn, svo líkt að fyrri liðurinn í nöfnunum er eins (liður þýðir að nafnið sé í einu orði). Hverjar eru persónurnar?

Já, ekki besta spurningin og frekar langsótt. Þetta eru Goldfinger úr samnefndri Bond-mynd og Goldmbember úr samnefndri Austin Powers-mynd.

3. Hann hefur verið lögfræðingur, tryggingasölumaður og flúið í eigin minningar. Hann hefur aldrei verið tilnefndur til Óskarsverðlauna. Hver er maðurinn?

Þetta er Jim Carrey. Lögfræðingur í Liar, Liar; tryggingasölumaður í The Truman Show og hann flýr bókstaflega eigin minningar í Eternal Sunshine of the Spotless Mind.

4. Frægur Hollywood-leikari lék á níunda áratuginum uppfinningamann sem fær nóg af Bandaríkjunum og flyst með fjölskyldu sinni til Mið-Ameríka fjarri nútímatækni. Hver er leikarinn?

Þetta er Harrison Ford og myndin sem talað er um er Mosquito Coast.

5. Ungum kvikmyndaáhugamanni er gefinn aðgangsmiði í kvikmyndahús sem gerir honum kleift að birtast í kvikmynd uppáhaldsleikara síns. Hver er myndin?

Hér er átt við Ahnuld-myndina Last Action Hero.

6. Hvaða mynd byrjar á þessu lagi?

Þetta er lagið Summer in the City og markaði byrjun myndarinnar Die Hard 3: With a Vengeance.

7. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?

Þetta er úr myndinni L.A. Confidential. Ég mæli sterklega með henni fyrir þá sem ekki hafa séð hana.

8. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?

Þetta er úr tímamótaverkinu Maid in Manhattan.

9. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?

Á rammanum sést Cameron Diaz og hann er úr Being John Malkovich.

10. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?

Þetta er úr Óskarsverðlaunamyndinni Crash.

Nokkuð er síðan trivia 16 kom upp og hún á ekki eftir að standa uppi mikið lengur. Ég setti frest út síðasta föstudag til að allir væru örugglega búnir að skila því trivia 16 verður tekin út fyrirvaralaust á næstu dögum. Nú fer hver að verða síðastur að skila inn svörum. Enjoy.