Ég var á leigu á föstudag og langaði að fá mér að sjá eitthvað skemmtilegt. Ég var að skoða í flettirekka og sá mér til mikillar gleði teenage mutant ninja turtles bíomyndina. Ég var harður turtles fan á yngri árum og ákvað að leigja þær allar þótt ég hafi séð þær allar á sínum tíma. Ég tók eftir mörgum göllum við gerð trílógíunnar.

1. April O'Neil er ekki alltaf leikin af sömu leikkonuni
2. Í 3 eru skjaldbökunar allt í einu orðnar skærgrænar í staðin fyrir dökkgrænar eins og í hinum 2.
3. Í 3 talar splinter (rottan) allt öðruvísi en í hinum 2.
4. Textuninn er ekki til fyrirmyndar, Shredder er kallaður í 1. Skrauti en í 2 Tætari. Í 1 og 3 er splinter kallaður Rotti en Flísi í 2.
5. Casey Jones er ekki með í 2.

En fyrir utan þessa litlu galla eru þessar myndir frábærar og maður enfurlærir slík orð eins og COWABUNGA!!! Og GO NINJA GO NINJA GO!!! Ég mæli með því að gamlir turtles fanar fari í smá nostalgíu ferð aftur til ársins 1990 og leigi sér Teenage Mutant Ninja Turtles og fá COWABUNGA!!! á heilann.

3gillinn!!!
COWABUNGA dude!