Nú er búið að vera gefa út efni á DVD í nokkur ár en lítið hefur farið fyrir útgáfu sjónvarpsþátta á þeim tíma. T.d. er búið að gefa út fyrstu seríuna af “X-Files”, allar seríurnar af “Monty Python´s Flying Circus”, eitthvað af Avengers, smá af “Star Trek Original Series” og meirihlutann af “Friends” (á Region 2). Sjálfur hef ég mikinn áhuga á að eiga sumar seríur á DVD þó ég einblíni aðallega á að safna mér kvikmyndum. Ég nefni sem dæmi “The Simpsons” sem ég hef lesið að verði gefnir út á DVD í byrjun næstu aldar :) Útgáfan mun líklega svipa til X-Files útgáfunnar þ.e.a.s. heil sería gefin út saman í pakka enda sömu útgefendur (20th Century Fox). Einnig hef ég heyrt að “The Sopranos” verði gefnir út um næstu jól. Búið er að gefa út fyrstu seríuna af “Sex and the City” og fleiri munu fylgja í kjölfarið á næstunni. Líklegast vilja margir sjá Star Trek seríurnar og Babylon 5 á DVD. Ég myndi vilja kaupa “The Fast Show” en ekki finnst mér miklar líkur á að sjá það á næstu misserum. Einnig væri gaman að eiga “The Critic”. Hvaða þætti vilt þú sjá koma út á DVD?