Aronofsky með sci-fi mynd Darren Aronofsky(Pí, Requiem for a dream) er um þessar mundir að gera sci-fi mynd sem á að heita Last man. Í aðalhlutverkum eru Brad Pitt og Cate Blanchett. Þetta á að sögn Darren að vera heimspekileg sci-fi mynd í anda Matrix. Hann hefur samt tekið það fram að hann ætli ekki að stæla Matrix á neinn hátt því hann ber mikla virðingu fyrir þeirri mynd. Hann segir að Matrix tákni tíðarandann í dag í sci-fi myndum og þess vegna líkir hann henni við Matrix. Hann lofar því samt að myndin verði eitthvað gjörsamlega nýtt í kvikmyndagerð og að hún verði “extremely cool”. Plottið hefur ekki verði gefið upp en tökur eru hafnar og hún verður trúlegast sýnd seint 2002 eða 2003. Maður verður víst bara að bíða spenntur og reyna að slefa sem minnst.

-cactuz