American Pie 2 Jæja góðir hálsar, langt síðan ég hef póstað einhverju review hérna en í dag mun ég gera svo enda hef ég ekki séð betri grínmynd það sem af er árinu. American Pie 2 er beint framhald American Pie og gerist ári seinna eftir að félagarnir kvöddust eftir promið og gengu sína leið í háskóla hvor um sig. Nú eru þeir snúnir aftur þeir Jim, Stifler, Kevin, OZ og Finch auk allra persónanna sem gæddu American Pie lífi fyrir rúmum 2 árum síðan.

Í hreinskilni sagt þá dó ég úr hlátri. Oftast getur maður séð hvað er að fara að gerast en manni bregður alltaf, springur úr hlátri því að það er svo miklu meira en maður bjóst við. Það gerast fullt af frábærum hlutum í American Pie 2 og sérstaklega í partíunum hjá Stifler og það sem kom mér mest að óvart er að allir aukaleikararnir úr AP1 eru komnir aftur í þessari til að mynda eru M.I.L.F. náungarnir þarna, sem einmitt framkalla eftirminnilegustu stund þessarar myndar (segi ekki hvað), bróðir Stiflers er meira að segja þarna og að sjálfsögðu Jim´s DAD :)

Kvikmynd þessi kemur manni mjög að óvart og ef ég á að velja mér uppáhaldsatriði, þá er það satt að segja ekki hægt því að flest atriðin eru frábær. Ég mæli með að allir kíki á þessa mynd.

Dómurinn: 8.4/10