Ath. Smá spoilerar úr byrjun

Scary movie 4 byrjar í subbulegum klefa þar sem Shaq (Shaq) og Dr.Phil (Dr.Phil) eru staddir eða réttara sagt bundnir með keðjum og þurfa að gera þrautir (og skera af sér fótinn) til að komast lifandi út. Cindy Campbell (Anna Faris) er komin aftur og er hætt í fréttamennsku og fær hjálp frá vini sínum og fyrrum tengdarbróður, Tom Logan (Charlie Sheen), við að fá vinnu í að heimahjúkra gamla konu. Um leið og hún kemur þangað sér hún draug, lítinn strák sem bjó í húsinu. Hún verður líka ástfangin af nágranna sínum Tom Ryan (Craig Bierko) sem vinnur á höfninni og á að sjá um börnin sín Rachel (Conchita Campbell) og Robbie (Beau Mirchoff) um helgina. En það vill svo til að geimverur ráðast á jörðina á risa tri- pod-um og ætla sér að losna við mannkynið. En draugurinn veit um leiðina til að sigrast á tri-podunum en Cindy þarf að ferðast í lítinn bæ til að komast þangað og á leiðinni hittir hún Brendu (Reginu Hall) aftur (en hún virðist koma aftur þótt hún deyi í öllum myndunum nema SM2 og þá var hún drepin í deleted scene) en hún er orðin fréttakona. Á meðan er Tom að flýja með börnunum sínum og forsetinn (Leslie Nielsen) er kominn aftur.

Spoilerar enda.

Scary movie 4 er eins og titilinn gefur til kynna 4. Scary movie myndin og er frá þeim sömu og mynd nr. 3 og með sömu leikurum og voru í henni. Mig langaði ekkert rosalega á SM4 en fór með vini mínum og var með frímiða.

Í SM1 var aðallega verið að gera grín að Scream og I know.. Í 2 voru það Exorcist, Haunting og Poltergeist og í 3 voru það Ring, Signs, 8 miles og Matrix Reloaded (Signs var thriller, 8 miles tónlistardrama með Eminem og Matrix Reloaded vísindaskáldsaga). Núna eru það War of the worlds, Grudge, Village og Saw.

Það var hræðilegt að hafa 8 mile og Matrix í SM3 (hvorugar hryllingsmyndir, ekki einu sinni thrillerar né þá spennumyndir), maður hefði nú haldið að þeir hefðu lært af því en nei, War of the worlds (vísindaskáldsaga, spennumynd) og Village (Thriller-drama) voru notaðar og þá notuðu þeir mest War of the Worlds af öllum hinum myndunum og það voru stór mistök.

Svo var annað leiðinlegt sem ég tók eftir í myndinni. Það var myndatakan, hún var algjör skelfing og miklu verri en í hinum myndunum (belive it or not). Stundum var myndatakan eins og er notað í fréttunum. Ég tók eftir Charlie Sheen og Michael Madsen í pínuhlutverkum og svo lék Bill Pullman pabba draugsins og bæjarstjóra í smábæ um 1800. Margar persónur sem áttu víst að vera einar af aðalpersónunum voru bara í fáeinum atriðum eins og t.d. Carmen Elektra var bara í tveimur mjög stuttum atriðum og aðrir leikarar voru ekki mikið lengur. Handritið var hræðilegt og leikstjórn Zuckers ekkert mikið betri, myndin nokkuð stutt og bara gerð til þess að græða á henni. Þeir nenntu ekki einu sinni að vanda sig pínu-pínu lítið við gerðar hennar, þessir gráðugu Hollywood leikstjórar ÚFF. Leikurinn líka slappur.

En eitt hefur Scary movie 4; hún var fyndin en það er alls ekki nógu til að bæta upp fyrir þessa risagalla en mér fannst Grudge brandararnir bestir af öllum bröndurunum í myndinni. Það á að gera 5. myndina og vona bara að þeir geri betur og fari að gera grín að HRYLLINGSMYNDUM og fái einhverjar fleiri aðalpersónur. Einu sem voru í þessari voru Cindy og Tom. Scary movie 4 er verri en myndir 1 og 3 og sleppið að fara á hana í bíó, leigiði hana frekar ef ykkur langar til að sjá hana.


Nokkar athugasemdir: Afhverju er King kong á plaggatinu, hann er ekkert í myndinni?

Smá spolier:
Svo er enginn drepinn í myndinni (Charlie Sheen dettur af svölunum og Shaq og dr. Phil drepast af taugagasi).