Um helgina horfði ég á nýjustu mynd Kevin Spacy sem hann framleiðir og leikur sjálfur í. Myndin nefnist Big Kahuna, The og er gerð eftir leikritinu “Hospitality Suite”. Í grófum dráttum fjallar myndin um 3 sölumenn sem eru að halda sölukynningu á hóteli nokkru þar sem þeir selja “industrial lubricants” eða smurningu. Kevin Spacy leikur Larry Mann sem er sölumaður sem hefur verið í bransanum í 12 ár og telur ekkert heilagt, fyrir honum skiptir salan öllu máli óháð persónulegum samskiptum og hvernig það er gert. Það eina sem hann vill eru peningar, annað skiptir ekki máli. Phil Cooper sem leikinn er af Danny Devito er einnig sölumaður sem fór sömu leiðir og Larry áður fyrr en eftir skilnað hans við konu sína þá er hann byrjaður að efast um gildi sitt og staðfestu í lífinu. Peter Facinelli sem kemur sterkur inn og leikur hinn trúaða og staðfasta Bob Walker er nýr starfsmaður sem Spacy telur trú um að eina ástæðan fyrir því að hann sé á staðnum sé vegna þess að hann eigi að líta gáfulega út og sýna fram á heilann á bak við fyrirtækið sem þeir þrír starfa hjá. Myndin gerist að mestu leiki í sama hótel herberginu og alla myndina eru þeir að deila hugsunum sínum sín á milli annaðhvort í trúnaði á einlægan hátt eða rífandi “each others guts out”. Í sjálfum sér er Spacy alltaf snilldarleikari en það sem dregur myndina niður er Devito sem aldrei hefur mér fundist vera eðal leikari og var frekar óraunhæfur í hlutverki sem slíku í þessari mynd. Sum atriðin eru fáránleg og eflaust er það að hluta til vegna þess að þetta er gert eftir leikriti. Þetta er ekki grípandi mynd og maður verður að hafa sig allan við að beita athygli við þessa mynd. Ég gef henni 3.5 af 10 möguleikum.