Mrs. Doubtfire Að þessu sinni ætla ég að skrifa um hina frábæru gamanmynd Mrs. Doubtfire frá árinu 1993 með Robin Williams í aðalhlutverki en þar fer hann á kostum, Pierce Brosnan lék einnig í henni.

Mrs. Doubtfire er í stuttu máli um Daniel Hillard (oftast atvinnilausan) leikara sem er nýlega búinn að ganga í gegnum erfiðan skilnað vegna þess að það má varla kalla Daniel venjulegan föður því að hann er nokkurn veginn á sama þroskastigi og börnin sín, og á því erfitt að sætta sig við að hitta þau vikulega.
Þegar fyrrverandi konan hans auglýsir eftir barnapíu dettur honum það snallræði í hug að þykjast vera sextug bresk barnapía (með hjálp bróður síns sem er förðunarmeistari) og nær með leikarahæfileikum sínum og kænsku starfið! Og skapar sér nýtt útlit en sama persónuleika sem Mrs. Doubtfire.

Ég man þegar ég sá Mrs. Doubtfire fyrst, ég var að flytja í nýtt hús og um kvöldmatar leitið settis ég á koll fyrir framan sjónvarpið og hló mig máttlausan, síðan þá hef ég alltaf verið hrifinn af myndinni og nú nýlega þegar hún kom á DVD keypti ég hana en ég hefði ekki séð hana í nokkur ár og mundi frekar lítið eftir henni nema að hún hafði verið mjög góð og þegar ég horfði á hana í seinustu viku fannst mér hún betri en þegar ég sá hana fyrst! Robin Williams fer á kostum sem hins sextuga Mrs. Doubtfire og hann Pierce Brosnan er mjög flottur og mér finnst hann Scott Capurro sem hýri förðunnarmeistarinn (bróðir hans) einnig frábær.

Mrs. Doubtfire * * * ½ af * * * * stjörnum

IndyJones

- endilega skrifið ykkar álit á þessari frábæru mynd! -