Mike Myers er fæddur 25. maí 1963 í Scarborough, Ontario fylki í Kanada. Þess má geta að Mike Myers er 171 cm á hæð.

Hann byrjaði ungur að leika, aðeins 8 ára að aldri lék hann í sinni fyrstu auglýsingu og lék þar á móti fyrrum SNL stjörnu Gildu Radner. Eftir það kom hann fram í mörgum kanadískum sjónvarpsþáttum. Þegar Mike varð 20 ára byrjaði hann með sinn eigin sjónvarpsþátt sem hét Mullarkey and Myers einnig sem hann vann sem stjórnandi tónlistarþáttar á kanadískri tónlistarsjónvarpsstöð.

Árið 1989 rættist draumur Mikes, hann fékk hlutverk í Saturday Night Live. Þar var hann í fimm ár eða til árins 1994. Á þeim tíma hlaut Emmy verðlaun fyrir handrit sín sem hann skrifaði fyrir SNL. Árið 1992 lék hann í Wayne’s World en hann skrifaði handritið að henni og skapaði persónunar þ. á. m. Wayne Campell. Mike hafði leikið persónuna Wayne Campell í partíum frá unglingsárum til heilla stelpur. Ég veit ekki hversu heillaðar stelpur yrðu af Wayne Campell í alvörunni. Í Wayne’s World lék Mike á móti mótleikara sínum úr SNL Dana Carvey. Einu ári síðar gerði hann framhald að þeirri mynd, en hún náði ekki eins miklum vinsældum og sú fyrri. Einnig lék hann í So I Married an Axe Murderer það sama ár. Mike hætti svo í SNL 1994 og ekkert kom frá honum í 3 ár. Árið 1997 sló Mike í gegn með mynd sinni Austin Powers: International Man of Mystery en hann skrifaði handritið og lék tvö eftirminnileg hlutverk, Austin Powers og Dr. Evil. Árið 1998 reyndi Austin fyrir sér á drama sviðinu í myndinni 54, þar sem hann lék eiturlyfjafíkil og eiganda skemmtistaðarins 54. Þessi mynd gerði ekki góða hluti. Ári síðar snéri Mike sér aftur að gamanleik með framhaldi Austin Powers, Austin Powers: The Spy Who Shagged Me. Svo miklu var eytt í markaðskynningu á myndinna að aðeins Star Wars: Episode 1 getur slegið því við. Þessar myndir voru sýndar sama sumarið og var það Austin Powers 2 sem sló Star Wars út úr toppsæti aðsóknalistans í USA eftir að Star Wars var búin að sitja þar í 3 vikur. Austin Powers 2 halaði inn u.þ.b. $55 millj. fyrstu helgina sína, en Star Wars var með $63 millj. Í dag er Austin Powers 2 í 31. sæti yfir aðsóknarmestu myndir allra tíma í Bandaríkjunum.
Þetta sama ár lék Mike lítið hlutverk í hinni leiðinlegu mynd Mystery, Alaska og að mínu mati er hann eini ljósi punkturinn í myndinni.

Mike snéri svo aftur á hvíta tjaldið nú í sumar í snilldar myndinni Shrek, þar sem hann talar fyrir aðalpersónuna Shrek. Shrek hefur slegið allrækilega í gegn í sumar og er aðsóknarmesta mynd sumarsins í USA, mörgum að óvörum. Þar slær hún við myndum eins og Pearl Harbor og The Mummy Returns. Shrek hefur einnig fengið margfalt betri dóma en þessar sorp myndir. Þess má geta að það standa yfir samningaviðræður við leikara í Shrek um gerð framhaldsmyndir, en það er ekki komið á hreint hvort af því verður. Miðað við gengi myndarinnar verður að teljast mjög líklegt að það komi framhald.

Næsta mynd Mikes heitir A View From the Top. Í henni mun einnig leika Gwyneth Paltrow og er þetta víst rómantísk gamanmynd. Áætlað er að hún verði tilbúin árið 2002. Þetta er plottið skv. imdb.com: A small-town woman tries to achieve her goal of becoming a flight attendant, sem segir ekki mikið.
kveðja,