Rollercoaster (1977) Mig langaði aðeins að fjalla Stuttlega um þessa mynd. Ég sá þessa Mynd Rollercoaster þegar ég var yngri og man að ég náði að gleyma mér yfir henni, Þannig að ég fór á Play.com og Pantaði mér hana.Þessi mynd er soldið gamaldags en hefur örugglega verið vinsæl á sínum tíma, í henni skartar nokkra leikara sem maður kannast við eins og George Segal, Timothy Bottoms, gömlu kempunni Henry Fonda og að ógleymdri Helen Hunt sem leikur dóttir George Segal, Reyndar ekkert stórt hlutverk ..
Myndin fjallar um Hryðjuverka mann (Timothy Bottoms) sem fer á milli fylkja í Bandaríkunum í skemmtigarða og “plantar” sprengjum í rússibana,
Fyrst nær hann að sprengja einn rússibana í einu fylkinu, þá er kemur til sögunar maður sem nefnist Harry Calder (George Segal) sem er einskonar öryggisfúllrúi e.h. sem þarf að elta þennan hryðjuverkamann á milli skemmtigarða að reyna að stoppa þenna brjála Dulafulla hryðjuverkamann, ég get eiginlega ekki sagt meira frá henni þvi betra er að vita sem minnst um þessa mynd ef þú vilt upplifa spennuna, En í þessari mynd er mikill hraði, spenna en samt gæti verið langdregin á köflum, Ég mæli með að allir kvikmyndaáhuga menn verði að horfa á þessa mynd, því hún er mjög fín afþreying.

Ár: 1977

Leikarar:George Segal ; Richard Widmark ; Henry Fonda ; Harry Guardino ; Timothy Bottoms ; Susan Strasberg ; Helen Hunt ; Craig Wasson ; Stephen Mendillo ; Steve Guttenberg

Lengd: 113Mín