Screamers (1995) Sci-Fi/Hryllingsmynd
Imdb.com – 5.7/10

Vegna mikils skorts á greinum hérna á áhugamálinu ákvað ég að skella einni inn. En ég ætla skrifa um mynd sem ég hef alltaf verið mjög hrifinn af þó hún sé ekkert voðalega góð. Er hún ein af þessum efnilegum myndum sem hefðu geta orðið stórvirki ef hún hefði lent í höndum á réttum mönnum. En það er myndin Screamers frá 1997.

Myndir gerist árið 2078 á námuplánetu sem heitir Sirus 6B. Tvær fylkingar hafa þar háð grimmt kjarnorkustríð í mörg ár og svo nú er svo komið fyrir plánetunni að geislavirknin er orðin það mikil að mönnum er ekki lengur óhætt að vera utan dyra. Þegar stríðið stóð sem hæst og önnur fylkingin var að tapa stríðinu tóku þeir upp á því að sleppa út í umhverfið vélmennum sem höfðu þann tilgang einan að drepa allt líf sem fannst. Vélmennin voru búinn þeirri gervigreind að þau gátu endalaust gert við sig með leifum úr þeim lífverum sem þau drápu. Stuttu eftir að vélmennunum var sleppt út í umhverfið leiddi það til þess að stríðið jafnaðist út og á endanum komst hvorug fylkingin út úr sínum herstöðvum fyrir vélmennunum. Þegar að þessu er komið ákveða stjórnvöld beggja fylkinga að skilja eftir hermennina sína enda plánetan ónýt eftir margara ára kjarnorkustríð og gleyma stríðinu. Núna þurfa hermenn fylkinganna tveggja að semja um frið og berjast við stærri ógn sem stríðið hefur alið af sér og reyna lifa af á plánetu sem er að drepast úr geislavirkni.

Myndin er gerð eftir smásögu Philip K. Dick og heitir hún Second Variety. Ég hef ekki lesið söguna en mér skilst að hún sé virkilega góð en eins og venjan er þegar bíómyndir eru gerðar eftir bókmenntum verða þær oft mjög ólíka þeim. Það sama á við í þessu tilviki. En aðrar myndir sem hafa verið gerðar eftir sögum Philip K. Dick eru myndir eins og Blade Runner og Total Recall. Svo ljóst er að þessi mynd er ekki gerð með slæman bakgrunn. Auk þess sem handritshöfundurinn að myndinni er ekki af verri endanum. En það er Dan O’Bannon, en hann skrifað handritið af Alien og The Return of the Living Dead. Svo maður finnur það alveg strax á myndinni og bara þegar maður heyrir söguþráðinn að þarna er e-ð almennilegt á ferðinni.

En það er ekki nóg að hafa góða sögu. Þó getur góð saga gert lélega mynd góða, en ekki öfugt. Stærstu mistökin eru líklega í leikstjóravalinu á þessari mynd. Christian Duguay var fenginn til að leikstýra þessari. Það eina sem hann hefur gert eru sjónvarpsmyndir, fyrir utan Scanners 2 og 3 sem voru hrein skömm við það sem David Cronenberg skapaði. Christian Duguay ræður mjög illa við þetta verkefni og skila fremur slöppu efni frá sér, miðað við hvað hann hafði í með í byrjun.

Leikaravalið er ekkert svo slappt. Peter Weller leikur aðalhlutverkið í þessari mynd og hans frægast verk er líklega Robocop. Ég hef alltaf verið hrifin af honum svo ég kann hálf illa við að gagnrýna hann. En ég held að hann skilji alveg þokkalegu efni frá sér þó ég viti að hann geti mikið betur. Reyndar á það við um flesta leikarana. Þeir skila flestir frá sér verki sem er rétt svo yfir meðallagi. Ég er viss um að ef almennilegur leikstjóri hefði verið við stjórnvölinn hefði leikurinn orðið miklu betri.

En þá að myndinni sjálfri. Það er ekki keyrt mikið á tæknibrellum enda ekki mikill peningur sem fór í myndina, eða um 11$ milljónir. Myndin byggir upp á því að reyna virkja ímyndunaraflið hjá áhorfendanum og reynt að fá hann til að óttast það sem hann þekkir ekki. Hljóðið í myndinni finnst mér vera slæmt. Minnir meira á sjónvarpsmynd enda kannski ekki óeðlilegt þar sem sjónvarpsmyndaleikstjóri situr við stjórnvölinn.

En eins og ég sagði að ofan, þá er þetta ein af þeim myndum sem hefði geta orðið svo miklu, miklu meira, en varð það ekki. Alveg pottþétt ein af “efnilegari” myndum sem ég hef séð.
Svo í lokinn.
Saga og handrit: 10/10. Topp saga og topp handrit.
Hljóðbrellur: 2/10
Tæknibrellur: 5/10
Leikur: 6/10

Heildina **1/2 / ****
Helgi Pálsson