Con Air Ég held að ég sé á meðal þeirra örfáu sem fannst Con Air góð mynd. Mér fannst hún ekki bara adrenalínsprauta beint í æð, heldur alveg geðveik mynd ! Þessi mynd og The Rock eru bestu (eiginlega þær einu sem vit er í) eftir peningasuguna Jerry Bruckheimer.

Cameron Poe er nýkominn heim til konu sinnar Trisha Poe, en lendir í því að þurfa verja konuna sína fyrir fylliröftum, með þeim afleiðingum að drepa einn þeirra í sjálfsvörn. Hann er dæmdur í átta ára fangelsi. Hann sníkir sér far með fangaflugvél sem inniheldur mestu úrhrök Bandaríkjanna í einni flugvél. Þeir taka yfir flugvélinni og halda ferðinni til sólarstranda og naktra fyrirbæra. Poe er náttúrlega ekkert ánægður með þetta, en hefur þó áætlun..

Satt að segja fannst mér söguþráðurinn dáldið frumlegur, man ekki alveg hvort það hafa komið margar svona myndir, með þessum þráði.

Leikararnir eru ekki af verra taginu, Nicholas Cage, John Malcovich, John Cusack, Ving Rhames, Monica Potter og Steve Buscemi.
Senuþjófarnir að þessu sinni er vafalaust John Malcovich og Steve Buscemi.

Malcovich leikur hinn geðsturlaða Cyrus “The Virus” Grissom, sem er forsprakki þessar yfirtöku. Hann lék þennan brjálaða mann svo skemmtilega..

Steve Buscemi leikur Garland Greene, hreint út sagt viðbjóðslegan morðingja, hann lítur nú reyndar mjög sakleyislega út, sem myrti 37 manns með vinnubrögðum sem létu Manson fjölskylduna líta út sem Brady fjölskylduna :)
Það var alveg frábært þegar hann var að syngja meðan þeir voru að hrapa í Las Vegas. - He's Got the Whole World In His Hand, Little biddy baby" snilld.

Þessi mynd inniheldur allt, spennu, hasar (gríðarlegan hasar), grín, rómantík (samt af minna taginu) og allt sem þarf til að gera skemmtilega og fína spennumynd. En gerið það, ekki misskilja mig, ég er ekki að meina að Con Air ætti skilið að fá Óskarinn eða slíkt. Þetta er bara ein af þessum skemmtilegu hasarmyndum.

Svo fannst mér tónlistin líka rosalega skemmtileg, ekki lögin sjálf, heldur kvikmyndatónlistina. En það getur engin mynd toppað tónlistina í The Rock. Ég á hana á mp3 og hlusta á hana án myndarinnar. Þessi tónlist hljómaði svona rosalega hetjulega í mínum eyrum. Svo var líka main lagið mjög fallegt.

Svo minnir mig að John Cusack hafi af einhverjum ástæðum verið mjög neikvæður að leika í myndinni, en man ekki alveg hvers vegna. Kannski getur einhver komið með það af hverju hann var svona neikvæður.

Grínið var líka haft í nokkru fyrirrúmi,(spoiler) t.d. atriðið þegar gamli kallinn á jörðu niðri var í bílnum með konu sinni, allt í einu skitu flugurnar á bílinn og hann var alveg hundfúll.. kom ekki heilt lík beint niður á bílinn.. æi, það var fyndið.

Ég veit það fyrirfram að það munu koma margir sem segja að þessi mynd sé algjört rugl og kjaftæði, en mér fannst hún skemmtileg. Reynið bara ekkert að vera harðorðaðir.

3/5 einkunn.

kveðja, sigzi.