Besta mynd sem ég hef séð Körfuknattleiksmaðurinn Dennis Rodman fékk nóg af boltanum á tímabili og ákvað að reyna fyrir sér í kvikmyndaheiminu. Rodman er gríðarlegur persónuleiki og sjarmör og hefur allt sem stjörnur þurfa að hafa til að komast langt á þessu sviði. Ein af myndunum sem hann reyndir fyrir sér í hét Simon Sez og kom það meistarastykki út árið 1999. Ég ætla að fjalla um þá mynd í þessari grein.

Rodman fer hér í hlutverk Interpol og CIA ofurnjósnarans Simon sem vinnur að verkefni undercover í einhverju Evrópsku landi (held að þetta sé Belgía). Hann lætur lítið fyrir sér fara í hinum ýmsu sendiförum sem hann þarf að taka þátt í og fer oft í dulargervi. Og eins og allir vita þá er rúmlega 2 metra hár blökkumaður með gult hár og nógu mikið af eyrnarlokkum í andlitinu til að láta málmleitartæki brenna yfir alveg tilvalinn í svoleiðis vinnu.

Málin flækjast örlítið þegar gamall skólafélagi hans úr CIA-ofur-njónsaraskólanum bankar óvænt upp á dregur Simon inn i flókna atburðarrás þar sem hann verður að stöðva illann glæpamann sem stefnir á að sprengja upp effelturninn og ná heimsyfirráðum.

Hér ætla ég að fara aðeins yfir nokkrar af hinum fjölmörgu og frumlegu persónunum sem koma fyrir í myndinni.

Nick Miranda er comic relief gaurinn í myndinni sem stendur Simon við hlið og grínast út alla myndina. Hann nær þessu alveg ótrúlega vel. Í einu atriðinu hermir hann t.d. eftir risaeðlu úr Jurasic Park, ég veit reynda ekki alveg af hverju hann gerir þetta því hann er í lífshættu en þetta var samt fyndið. Einhver var svo elskulegur að setja þetta atriði á Youtube, það er reyndar á spænsku en samt allt í lagi. Þið getið séð þetta hérna: http://youtube.com/watch?v=ZaHy0Icd2QE&search=simon%20sez

Micro og Marco eru aðstoðarmenn Simon. Micro er feitur og Marco er svertingji. Þeir eru alltaf að grínast.

Michael Gabrielli er vondi kallinn sem ætlar að sprengja upp effelturninn. Hann er siðblindur og nýtur þess að drepa fólk. Hann er líka alltaf hlægjandi.

Xin Xin er lífvörður Michael og er Kung Fu kall klæddur í kínversk föt. Hann lemur fullt af fólki og þarf meðal annars að berjast við Simon.

Það er ótrúlegt hvað Dennis Rodman passar vel inn í þetta hlutverk og stendur sig t.d. vel í bardagaatriðunum. Þar sem hann svífur eins og fimleikadrottning á milli borða, Jackie Chan og allir hinir Kung Fu kallarnir ættu að fara að passa sig. Körfuboltamennirnir eru að fara að taka yfir hasarmyndirnar.