Ókey. Þið sem að eruð ekki búin að fara á Antitrust í SAM-bíóunum ættuð endilega að skella ykkur.
Þetta er rosalega vel útpæld mynd með Ryan Phillipe (Cruel Intentions) og
Rachel Leigh Cook (She's all that)í aðalhlutverkum. Ég ætla nú ekki að kjafta frá öllu sem gerist en myndin fjallar um
Milo (Phillipe) sem fær vinnu sem forritari hjá stórfyrirtæki, en honum finnst eitthvað gruggurt við það að þegar honum vantar lausn á vandamáli í vinnunni, kemur yfirmaður hans alltaf með lausnir out of nowhere. Milo fer að athuga málið og þá kemur margt í ljós…


Stjörnur Anastaxiu: ****1/2

Yndisleg mynd!