Triviu 9 er lokið og tóku 19 þátt að þessu sinni. Sjálfur er ég ekki búinn að komast á netið heima síðan á þriðjudaginn þ.a. trivian hefur tafist heldur. Framvegis verður þó sú breyting á að trivian kemur út á föstudögum og ég vona að ég geti komið í veg fyrir tafir í framtíðinni með þessari breytingu.

Svaradreifingin var sem hér segir:

1 follu, roadrunner, Plee, VileDarkness, viddi, clover, Jorgenmar, sofus, tactical, killy, DarkSide, Laggs, Za1LeX.
2 follu, kitiboy, Plee, viddi, clover, Jorgenmar, Gnome2, rfm, sofus, peturp, killy, Laggs, Za1LeX.
3 rfm, peturp.
4 kitiboy, TenaciousD, roadrunner, Plee, VileDarkness, viddi, clover, rfm, sofus,tactical, DarkSide, Laggs, Za1LeX, Redfish.
5 VileDarkness, clover, Za1LeX.
6 follu, kitiboy, TenaciousD, roadrunner, Plee, VileDarkness, viddi, clover, Jorgenmar, rfm, sofus, tactical, peturp, DarkSide, Laggs, Za1LeX.
7 follu, kitiboy, TenaciousD, radrunner, Plee, VileDarkness, viddi, clover, Jorgenmar, Gnome2, rfm, sofus, tactical, peturp, killy, DarkSide, Laggs, Za1LeX.
8 follu, kitiboy, roadrunner, Plee, VileDarkness, viddi, clover, Jorgenmar, rfm, sofus, tactical, peturp, killy (1/2), DarkSide, Laggs.
9 follu kitiboy, TenaciousD, roadrunner, Foringinn, Plee, VileDakrness, viddi, clover, Jorgenmar, rfm, sofus, tactical, peturp, killy, DarkSide, Laggs, Za1LeX, Redfish.
10 follu, kitiboy, TenaciousD, roadrunner, Foringinn, Plee, VileDarkness, viddi, clover, Jorgenmar, Gnome2, rfm, sofus, tactical, peturp, killy, DarkDise, Laggs, Za1LeX, Redfish.

Stigin fyrir Triviu 9:

1. clover … 9
2. sofus, rfm, Laggs, Za1LeX, Plee, viddi, VileDarkness … 8
3. tactical, peturp, follu, kitiboy, DarkSide, Jorgenmar, roadrunner … 7
4. killy … 5 1/2
5. TenaciousD … 5
6. Gnome2, Redfish … 3
7. Foringinn … 2

10 efstu sætin í heildarkeppninni:

1. sofus … 68,5
2. tactical … 66
3. peturp … 59 1/2
4. clover … 57
5-6. follu … 54
5-6. rfm … 54
7. Laggs … 51
8. Za1LeX … 43,5
9. kitiboy … 39
10. DarkSide … 35,5

Svörin:

1. Mynd fjallar um einfaldan garðyrkjumann sem verður ráðalaus þegar atvinnuveitandi hans deyr. Þessi tiltekni maður kemst inn á hiemili valdamikils viðskiptamanns og verður allt í einu landsfrægur sem einn snjallast fjármálaráðgjafi Bandaríkjanna. Um hvaða mynd var hér rætt?

Hér er átt við hina frábæru Being There með Peter Sellers þar sem Sellers sýnir hversu góður leikar hann virkilega er.

2. Leikari einn hefur verið í tveimur myndum í kvikmyndahúsum á Íslandi sem hafa verið í sýningu á síðustu þremur mánuðum. Önnur myndin hefur vakið mikið umtal vegna umfjöllunar um málefni sem ekki oft er útlistað svo ítarlega í kvikmynd. Hver er leikarinn?

Margir sögðu hér George Clooney en mér finnst hann ekki alveg passa. Hérna var átt við Heath Ledger eða Jake Gyllenhaal og myndin Brokeback Mountain. Heath Ledger lék þá einnig í The Brothers Grimme og Gyllenhaal einnig í Jarhead. Reyndar áttaði ég mig á því eftir á að ég hafði gleymt Casanova en það er ekki útilokað í orðalaginu að viðkomandi hafi leikið í þremur myndum.


3. Úr hvaða mynd er þessi tónlistarbútur?

Þessi bútur var úr hinni ítölsku La Vita è bella eftir Roberto Benigni.

4. Þessi rammi er úr hinni vinsælu teiknimyndaseríu Family Guy. Höfundur og aðalleikari þeirra heitir Seth MacFarlane en hann hefur gert ýmsar aðrar teiknimyndaseíure, s.s. Americdan Dad og hina sígilud Johnny Bravo. Meðal leikara í Family Guy er hinn smávaxni en sívinsæli Seth Green sem á ágætisferil að baki, mest í grínmyndum. Þó er ekki spurt um neitt þessu tengdu heldur felst verkefnið hér í að koma auga á hvaða kvikmynd gert er grín að í skjáskotinu sem gefið er.

Þarna var verið að gera grín að North by Northwest eftir Hitchcock. Menn þurfa nú ekki að hafa séð meira en hulstrið að myndinni til að geta þetta.

5. Hver er fyrsta myndin í sögunni þar sem meira kostaði að borga rétthöfum fyrir tónlistina í myndinni en öll hin framleiðslan til samans?

Þessi spurning er tilvalin fyrir netið og hefði örugglega ekki verið mikið mál að finna svarið þar. Það er traustvekjandi hversu fáir gátu hana en samt ætla ég að leyfa netið í næstu triviu. Myndin sem um er rætt er Clerks eftir Kevin Smith.

6. Ungur leikari hóf feril sinn með að leika í Pepsi-auglýsingum. Hann lék í aragrúa af sjónvarpsþáttum og var upprennandi stjanra þegar hann lék í 3 kviikyndum á 2 árum sem áttu eftir að gera hann heimsfrægan og hann varð að ens konar íkoni fyrir æskuna sem er ennþá fast við ahnn. Fyrir fyrstu af þessum myndum hlaut hann Óskarstilnefningu en hann fékk tilnefninguna eftir að hafa hlotið dauðdaga af slysförum sem gerði hann að fyrsta leikara í sögunni til að fá Óskarsverðlaunatilnefningu eftir dauða sinn. Hver er leikarinn?

Hér er átt við James Dean. Myndirnar þrjár eru East of Eden, My Giant og Rebel Without a Cause en tilnefningin hans fyrir East of Eden var sú fyrsta í sögunni sem fór til leikara eftir lát hans.

7. Tengið saman í gegnum kvikmyndir Minnie Driver og Heather Graham.

Enn og aftur var þetta mun einfaldara en ég hélt. Þær léku saman í Hope Springs.

8. Hollenskur kvikmyndargerðarmaður vann í upphafi ferlis síns við myndavélar og á 9. og 10. áratug síðustu aldar tók hann upp margar frægar og vinsælar spennumyndir í Hollywood. Hann færði sig svo í leikstjórastólinn og fyrsta myndin sem hann leikstýrði var spenumynd frá 1994 sem gerð var framhldsmynd eftir 3 árum seinna og skartaði hún öðrum af tveimur aðalleikendum fyrri myndarinnar. Hver er maðurinn?

Þetta er Jan de Bont. Hann tók m.a. upp Basic Instinct og Die Hard en
Speed var fyrsta leikstjóraverkefni hans og gerði var framhaldsmynd eftir henni, Speed 2: Cruise Control, þremur árum seinna sem Sandra Bullock lék í.

9. Mynd ein var gerð á sjöunda áratug síðustu aldar eftir vinsælli skáldsögu eftir kvenrithöfund. Segja má að myndin sé þroskasaga nokkurra lítilla barna í smábæ í Bandaríkjunum en faðir þeirra er lögmaður í borginni. Myndin er í svarthvítu og aðalleikari hennar hlaut Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína í myndinni. Hver er myndin?

Þetta er To Kill a Mockingbird sem var með Gregory Peck í aðalhlutverki og leikstýrð af Robert Mulligan minnir mig.

10. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?

Þetta er ein af þessum spurningum sem benda til algjörs hugmyndaleysis. The Green Mile.

Ný trivia er komin upp og hún ætti að vera í aðuveldari kantinum enda ætla ég að prófa að leyfa netið. Næstu triviur verða vonandi erfiðari ef þessi er of létt. Ég veit svo að það eru örugglega einvherjar villur í yfirferðinni eða innsláttarvillur svo endilega fylgist með stöðunni ykkar.