Reglur kvikmyndanna #2

Reglan um persónulega leikarann:
Leikarar sem verða frægir með að leika sömu(eða mjög svipaða) persónu í öllum myndum sem þeir leika í. Dæmi Jackie Chan.

Reglan um ótrulega köttinn:
Þegar góði karlinn er að laumast hjá vondu körlunum og það heirist í honum þá kemur alltaf köttur fram og vondu kallarnir

segja “It was just the damn cat”. Þetta gildir um alla staði, meiri segja þó að það sé engar líkur á að það sé köttur þarna.

Reglan um Disney siðgæði:
Í barna myndum, sérstaklega Disney, þá geta óvina liðin(í hvaða íþrótt sem er) svindlað eins og þeir vilja nema í “aðal”

leiknum þá getur góða liðið svindlað með hjálp töfra/engla/tækja/stera án þess að nokkur segji neitt.

Reglan um vondu þjóðirnar:
90% af öllum vondu körlum í kvikmyndum eru frá landi sem að bandaríkin hafa eitthverntíman verið í stríði

við(rússar/þjóðverjar/bretar…), sérstaklega á tímum kalda stríðsins þegar nánast allir vondu karlarnir voru rússneskir

kommunistar í grænum herbúningi.

Reglan um hæfileikaríkasta barnið:
Hæfileikaríkasta barnið á alltaf móður sem vill alls ekki að það verði með í loka keppninni, en barnið læðist út og tekur

þátt en þegar það er að fara að sparka í eða slá boltann/syngja/dansa eða hvað sem er þá tekur það eftir mömmunni, sem er

reið fyrst en brosir svo til að sýna að hún er stolt.

Reglan um vonda góða karlinn:
Þegar vondi karlinn verður vinsæll og er risinn upp frá dauðum í seinni myndinni og orðinn að hálf góðri persónu

(Tortímandinn, Godzilla, King Kong, Jaws úr James Bond), þekktara í hryllingsmyndunum þegar vondi karlinn er risinn upp frá

dauðum og er enn vondi karlinn, Freddy, Jason, Michael.

Reglan um stríðsvini:
Aldrey vera of nálægt þeim sem geimir mynd af kærustunni sinni.

Reglan um tínda hlutinn:
Þegar hetjan er að leita af eitthverju sem áhorfendur vita ekki hvað er, þá segir hann það lágt.