Í gærkveldi sá ég fremur lítt þekkta grínmynd sem kallast “Whipped”. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er enginn annar en Peter M. Cohen annar Cohen bræðra. Whipped er svört kómedía þar sem fjallað er um flest atriði skyndikynna. Hópur stráka sem gengu í sama háskólann hittast reglulega á hverjum sunnudegi og ræða uppáhalds íþrótt sína að “hözzla” kellingar. Umræður þeirra eru oftast ýktar og tilbúningur og snúast um þá að fá það hjá hinu kyninu, gildir þá einu hvort þeir fengu það hjá viðkomandi gellu eður ei. Samt sem áður ganga allir þrír piparsveinarnir á eftir sömu gellunni sem þeir telja að sé hin “fullkomni” kvenmaður, Mia sem leikin er af Amanda Peet. Á meðan á sambandinu við hana stendur fara þeir að efast um “hözzl” aðferðirnar sínar og deilur spretta upp á milli þeirra um hver þeirra ætti að eiga rétt á að vera með Miu.
Frásagnir þeirra eru hreint og beint hin stakasta schnilld, þær eru sagðar á svo einlægan hátt, svo ótrúlega ýktar og það sem getur komið fyrir fólk í skyndikynnum er hreint út sagt hlægilegt. Það sem kom mest að óvart var aldrei nokkurn tímann var farið út fyrir strikið í frásögnunum og þær urðu ótrúlegar. Eftir að persónusköpun þriggja aðalleikaranna er svo til lokið kemur sá fjórði inn í hópinn og ef það er ekki fyndnasti karakter sem ég hef nokkurn tímann séð þá veit ég ekki mín takmörk. Þessi fjórði náungi er enginn annar an fyrrum félagi þeirra og er hann kallaður “kvænti maðurinn” þar af leiðandi getur hann ekki sagt eins skemmtilegar sögur eins og hinir þrír. Framleiðandi myndarinn hefur virkilega sérstakt sjónarhorn á strákunum og “hözzli” þeirra í fáránleikanum. Amanda Peet sem Mia er virkilega vel útfærð og víbrator atriðið á baðherberginu er atriði sem ég horfði á aftur 10 sinnum og hló meira og meira af í hvert sinn. Þessi mynd fær lélega dóma á The Internet Movie Database og þar af leiðandi bjóst ég ekki við miklu en þessi mynd kom mér þvílíkt að óvart og ég mæli með því að allir sem höfðu gaman af American Pie, Swingers og öðrum “hözzl” myndum að skella sér á þessa þegar/ef hún kemur í bíó eða á myndbandi. Það er hægt að nálgast þessa bíómynd á FTP sites víða um heim.