Triviu 7 er lokið og 23 tóku þátt. Tökum úrslitin í hefðbundinni röð:

1. VileDarkness, Plee, Gnome2, viddi, gunnso, Za1leX, clover, Mode1, Gunnih, Laggs, DarkSide, follu, sofus, GHFHAHA, QDOGG, Jorgenmar, peturp, Kaspersen, tactical, roadrunner.
2. VileDarkness, Plee, kitiboy, Viddi, gunnso, Za1leX, Massi, clover, Laggs, DarkSide, follu, sofus, GHFHAHA, QDOGG, Jorgenmar, peturp, Kaspersen, tactical, roadrunner.
3. Plee, viddi, clover, Mode1, Laggs, DarkSide, sofus, GHFHAHA, Kaspersen, tactical, roadrunner.
4. VileDarkness, Plee, viddi, gunnso, Za1leX, Massi, clover, Gunnih, Laggs, DarkSide, follu, sofus, GHFHAHA, Jorgenmar, Gnome2, peturp, Kaspersen, roadrunner.
5. Allir fengu 1 stig.
6. VileDarkness, Plee, Gnome2, kitiboy, viddi, gunnso, Za1leX, clover, Laggs, DarkSide, follu, sofus, GHFHAHA, QDOGG, Jorgenmar, peturp, tactical, roadrunner.
7. Plee, kitiboy, viddi, Za1leX, clover, Mode1, Gunnih, Laggs, DarkSide, follu, sofus, GHFHAHA, Jorgenmar, peturp, Kaspersen, tactical, roadrunner.
8. Plee, viddi, Za1leX, Mode1, Laggs, DarkSide, sofus, GHFHAHA, Jorgenmar, peturp, Kaspersen, tactical, roadrunner.
9. VileDarkness, Plee, kitiboy, viddi, Za1leX, clover, Laggs, DarkSide, sofus, GHFHAHA, QDOGG, Jorgenmar, peturp, tactical, roadrunner.
10. VileDarkness, Plee, Gnome2, kitiboy, viddi, gunnso, Za1leX, Massi, clover, Mode1, Gunnih, Laggs, DarkSide, follu, sofus, GHFHAHA, QDOGG, Jorgenmar, peturp, Kaspersen, tactical, roadrunner.

Staðan fyrir triviu 7:

1. sofus, Laggs, Plee, roadrunner, DarkSide, GHFHAHA, viddi … 10
2. tactical, peturp, clover, Za1leX, Jorgenmar … 9
3. Kaspersen … 8
4. follu, Skordall, VileDarkness … 7
5. ADOGG, kitiboy, gunnso, Mode1 … 6
6. Gunnih … 5
7. Gnome2, Massi … 4

Efstu 10 sætin í heildarkeppninni:

1. tactical … 59
2. sofus … 54,5
3. peturp … 48
4. follu … 41
5. clover … 40
6. Laggs … 35
7. rfm … 33
8-9. kitiboy, Za1leX … 28
10. Skordall … 27

Loks koma svörin.

1. Með því að notfæra ykkur stílbragð leikstjóra viðkomandi kvikmyndar, ákvarðið við gerð hvaða kvikmyndar þessi mynd er tekin.

Þessi mynd er tekin við gerð Requiem for a Dream. Myndin sýnir ákv. upptökutækni sem er á margan hátt lýsandi fyrir sjónrænan stíl Darrens Aronofsky og þetta ‘Aronofsky-labb’ kemur oft fyrir í Pi og Requiem for a Dream.

2. Mynd frá árinu 1939 er oft eignaður heiðurinn að tímamótum í kvikmyndasögunni sem The Wizard of Oz sem kom út á sama ári á réttilega heiðurinn að. Hún fjallar um stormasamt samband tveggja persóna á tíma borgarastyrjaldarinnar bandarísku. Hver er myndin?

Tímamótin sem hérna er talað um er fyrsta litmyndin í kvikmyndasögunni en Gone With the Wind hefur oft verið ranglega eignaður þessi heiður. Gone With the Wind er því svarið hér.

3. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?

Þetta var úr myndinni Blade Runner eftir Ridley Scott.

4. Úr hvaða mynd er þetta lag?

Þetta var lagið The End með The Doors en þekktasta atriðið sem það hefur verið í er án efa í Apocalypse Now. Hins vegar kom það líka fyrir í mynd Olivers Stone um hljómsveitina sjálfa, The Doors, og var gefið rétt fyrir bæði.

5. Hann hefur verið hræddur við flugur og hann hefur einnig verið kaldhæðinn vísindamaður sem elskar að segja fólki frá óreiðukenningu sinni. Hann hefur aldrei verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn en hefur leikið nákvæmlega einu sinni með Eddie Murphy. Hver er maðurinn?

Það er staðreyndavilla í þessari spurningu og er byggð á langvinnum misskilningi mínum á umfjöllunarefni myndarinnar The Fly. Ég þurfti að smíða þessa triviu í flýti og náði því ekki að fullvissa mig um að rétt væri farið með málin. Þarna var spurt um leikarann Jeff Goldblum en hann var vísindamaður með óreiðukenningu í Jurassic Park. Hann breyttist sjálfur í flugu í mynd Cronenbergs, The Fly, en var ekki beint hræddur við þær eins og sagt er í spurningunni. Þar sem þarna er staðreyndarvilla ákvað éga ð fella spurninguna niður og gefa öllum eitt stig fyrir hana. Þetta breytti sem betur fer ekki miklu því langflestir náðu ‘pointinu’ og gátu spurninguna rétt. Goldblum lék svo með Eddie Murphy í grínmyndinni Holy Man.

6. Tengið saman í gegnum kvikmyndir Cameron Diaz og Ray Liotta.

Cameron Diaz lék í Gangs of New York í leikstjórn Scorcese en Scorcese leikstýrði Ray Liotta í Goodfellas.

7. Leikstjóri einn hefur gert ýmislegt á ferli sínum; m.a. leikstýrt grínmyndum og síðan vísindaskáldsögum en eitt af einkennismerkjum hans hefur verið að gefa myndum sínum frekar ævintýralegan og draumkenndan blæ. Leikstjórinn þessi tengist Brasilíu á einkar sérstakan og óvenjulegan hátt en hver er maðurinn?

Þetta er snillingurinn Terry Gilliam sem hefur verið frekar víðförull á sínum ferli. Hann leikstýrði Monty Python myndum fyrir löngu en henti sér síðan í ævintýra/vísindaskáldskaparmyndir og má þar nefna 12 Monkeys og svo nýjustu mynd hans, The Brothers Grimm. Hann tenginst Brasilíu á óvenjulegan hátt að því leyti að hann leikstýrði mynd sem heitir Brazil. (Þeir sem hafa séð hana: Er hún góð? Ætlaði alltaf að tjekka á henni.)

8. Leikari einn hefur í a.m.k. tveimur myndum leikið laganna mann sem berst gegn öllum viðteknum venjum um valdamikla glæpamenn og berst gegn þeim þegar enginn annar þorir því. Í annarri leikur hann lögreglumann en hinni saksóknara og í báðum myndum koma fyrir raunverulegar persónur, þ.e. fólk sem raunverulega var til. Hver er leikarinn?

Þetta er Kevin Costner en hann lék saksóknara í JFK og lögreglumann í The Untouchables. Í báðum myndum koma fyrri sannsögulegar persónur, t.d. Al Capone, Jim Garrison o.fl. Í svona spurningum verðiði helst að bera rök fyrir máli ykkar og nefna báðar myndirnar sem eiga í hlut, í þessu tilviki JFK og The Untouchables. Ástæðan er sú að ef þið hafið haft annað svar en ég get ég gefið líka rétt fyrir það ef það er vel rökstutt. Það kom ýmis önnur svör við þessari spurningu sem ég gaf ekki rétt fyrir en ef þið getið sýnt fram á að viðkomandi leikarar uppfylli skilyrðin breyti ég því að sjálfsögðu.

9. Í hvaða þýsku mynd sem byggð er á sönnum atburðum eru venjulegir menn settir í fangelsisaðstæður til að framkvæma tilraun á mannlegu eðli?

Þetta er mjög ágiskanleg spurning. Þetta er þýska myndin Das Experiment.

10. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?

Þetta var úr mynd Romans Polanski, The Pianist.

Nýja trivian kemur upp í dag og er ætlunin að hafa hana erfiðari. Gangi ykkur vel.