The Howling(1981) Hryllingsmynd

Ég sendi inn myndbút úr þessari mynd um daginn, og fékk því miður dræmar viðtökur. Bjóst við að þessi mynd væri þekktari og því kom það mér nokkuð á óvart að ég skyldi hafa nánast þurft að gefa upp svarið. Svo ég ætla því að kynna ykkur fyrir þessari mynd. Þetta er sú mynd sem umbylti varúlfamyndum og blés hreinlega nýju lífi í þennan brasa sem var nánast að deyja út.

Myndin segir frá frægri fréttakonu sem verður fyrir áreiti raðarmorðinga. Eftir að raðarmorðingjanum mistekst að drepafréttakonuna, þá sendir sálfræðingurinn hennar hana í lítið sveitaþorp þar sem hún fær ráðleggingar og hjálp til að ná sér eftir atburðina við raðarmorðingjann. En ekki líður á löngu þar til fréttakonan verður var við ógnvænlegar verur á ferð í skóginum og eins fær hún á tilfinningunni að þorpsbúar búi yfir hræðilegu leyndarmáli sem mun brátt koma upp á yfirborðið.

Strax frá byrjun ákváðu þeir sem stóðu á bak við myndina að reyna gera eitthvað sérstakt við myndina. Joe Dante(Gremlins) var fenginn til að leikstýra myndinni og var þá fljótlega tekinn stefnan á að gera það sem aldrei hafði verið gert áður í varúlfamynd. Sýna hamskiptin þegar mennirnir breytur út mönnum í varúlfa.
Hingað til höfðu allar varúlfamyndirnar sem gerðar voru aldrei reynt neitt þessu líkt, og enginn hafði heldur trú á þeim sem stóðu á bak við The Howling að þeir myndu geta það. Sérstaklega vegna þess að þessi mynd var “Low Budget” mynd sem kostaði í heildina um $1 miljón. Varúlfamyndir höfðu hingað til alltaf notast við hunda eða úlfa sem varúlfa og var það alveg að gera útaf við þessar myndir. Fólk var orðið leitt á þessu og eins var lítið ógnvegandi við þá.

Rick Baker var fenginn sem ráðgjafi til að hjálpa til við brellurnar á hamskiptunum. Hann hafði sjálfur lýst því yfir að honum langaði að reyna koma hamskiptunum yfir á hvítatjaldið, en þeim tíma var hann samningsbundinn um að sjá um brellurnar í An American Werewolf in London. En sökum lítill vinsælda varúlfamynda var búið að stinga þeirri mynd ofan í skúffu og stefni allt í að hún yrði ekki gerð. En eftir að það spurðist út að þeim væri að takast að klára gera hamskiptin í The Howling þá var Rick umsvifalaust tekinn af því verki og An American Werewolf in London var tekinn upp úr skúffinn og byrjað strax að mynda. En Rick Baker fékk síðan ári seinna óskarinn fyrir tæknibrellur í An American Werewolf in London. Margir telja reyndar að það hafi verið “sárabótarverðlaun” fyrir það að The Howling skyldi ekki hafa verið tilnefnd því flestir eru sammála um það að hamskiptin í The Howling hafi verið betri en í An American Werewolf in London.

Alveg síðan þessi mynd kom út hefur hún alltaf verið í skugganum á An American Werewolf in London. Það er hálf kuldaleg sérstaklega ef The Howling hefði ekki verið gerð eins og hún var gerð, þá hefði An American Werewolf in London aldrei komið út. Ástæðan fyrir því að The Howling hefur verið í skugganum er vegna þess að An American Werewolf in London er stórmynd, og það voru miklar eftirvæntingar eftir henni áður en hún kom út. Í seinnitíð hafa frekar lélegar framhaldsmyndir af The Howling gert það að verkum að fólk treystir sér ekki alveg í fyrstu myndina og dregur þá ályktun að hún hljóti að vera léleg því framhöldin eru það.

Líklega hefði myndin fallið í gleymsku á sínum tíma ef ekki hefði verið fyrir snilldar markaðssetningu hjá þeim sem sáu um myndina. Því á þeim tíma þegar myndin kom út voru Slasher myndir í miklu uppáhaldi og áhorfendum og var því myndin kynnt sem ein slík. Bæði var það gefið í skin í upphafi myndarinn að um væri að ræða enn eina slasher myndina og eins í öllum auglýsingum sem komu að myndinni. Plakatið af myndinni gefur einmitt í skin um að slasher mynd sé að ræða þar sem við sjáum bara konu öskra á meðan frekar ljót hendi er að reyna klóra sig út. Þetta svínvirkaði og kom áhorfendum í opna skjöldu þegar varúlfarnir komu fram á skjáinn. Myndin sló í gegn og þénaði um $20 miljónir í bíói. En sú mynd sem græddi hvað mest á þessu var An American Werewolf in London sem kom út rúmum 6 mánuðum seinna. Því eftir The Howling myndaðist mikið varúlfaæði í USA.

En enn í dag lifir þess mynd góðu lífi þó hún sé enn í skugga An American Werewolf in London og er ennþá í dag talinn vera ein af betri varúlfamyndum sem komið hafa út, 25 árum seinna. Og jafnvel talinn af sumum besta varúlfamyndinn sem hefur komið út. Hún fór allaveg beint á topp 3 hjá mér yfir varúlfamyndir þegar ég sá hana fyrir stuttu. En þar er hún ásamt An American Werewolf in London og Dog Soldiers. Þessi mynd fær hjá mér ***1/2 af ****
Helgi Pálsson