Max Payne The Movie

Heimildir: The Hollywood Reporter

Hinn nýji þriðju persónu skotleikur Max Payne sem lútir að miklu leyti áhrifa leikstýringa John Woo og slow-motion atriða Matrix er á leiðinni í bíóhús. Collision Entertainment sem er undir stjórn Paul Rosenberg og Scott Faye hafa fengið kvikmyndarétt að hinum ofbeldisfulla tölvuleik sem hefur átt miklum vinsældum að fagna nýlega. Leikurinn sem er framleiddur af 3D Realms og þróaður af finnska fyrirtækinu Remedy Entertainment mun kom fyrst í búðir 25 júlí síðastliðinn. Dimension Films munu dreifa bíómyndinni í Bandaríkjunum á meðan Abandon Entertainment mun dreifa henni alþjóðlega.

Aðstoðarframleiðendur eru Andrew Rona, Michael Helfant og Michael Zoumas sem hefur yfirsjón yfir verkefninu fyrir hönd Dimension. Faye og Rosenberg munu framleiða fyrir Collision. Marcus Ticotin og Karen Lauder munu hafa yfirsjón yfir verkefninu fyrir Abandon.

Þetta er spennandi fréttir og verður gaman að sjá hver niðurstaðan á þessu verður því að eins og flestir vita þá er leikurinn ein bíómynd og aldrei áður hefur verið gerð bíómynd eftir tölvuleik sem er í raun bíómynd fyrir.

ScOpE