Reglur kvikmyndanna

Fyrir um það bil ári pantaði ég bók frá amazon.com sem heitir, The Bigger Littl Book Of Hollywood Cliches eftir Roger Ebert. Í henni eru allskyns reglur sem hann hefur safnað saman. Þessi bók hefur verið gefin út oft og er alltaf eitthverju bætt við. Þegar verið er að gera grínmyndir eru oftast reynt að brjóta allar þessar reglur eða íkja þær.
Hér eru nokkrar reglurnar á íslensku.


Reglan um ofur eyrun:
Ef að sprenja spryngur nálægt kvikmyndapersónu getur hún samt heyrt allt sem er sagt við hana strax eftir sprenginguna. Ef að fólk í alvörunni er náleg miklum ávaða þá er 99% líkur á að heirnin skemmist eitthvað, allavegana í nokkrum mínútur.
Sást seinast í : Rush Hour 2

Reglan um týnda stýrikerfið:
Í kvikmyndatölvum er næstum alltaf eitthvað stýrikerfi sem er ekki til og er oftast svart með grænum stöfum og tekur alltaf við skýrum skipunum líkt og ;
Open file that contains all the companies evil secrets.

Reglan um fataskipti:
Ef eitthver persóna klæðir sig úr fötum þá byrjar hún á efri hlutanum, sérstaklega konur.

Reglan um flugferðir:
Ef að kvikmyndapersóna fer í flugvél þá er hún alltaf í fyrsta farrými, aldrey nein grenjandi börn nálægt og það er alltaf, Alltaf laust sæti hliðina á eða bakvið manninn sem að hún þarf að tala við.

Reglan um englana:
Englar koma oftast til jarðar til að reykja, drekka og sýna hvað þeir eru venjulegir. Sjúkdómar, hungur og stríð skipta ekki máli því þeir verða að láta mann byrja aftur að fara á stefnumót því hann hefur mist álit sitt á konum.

Reglan um að stela bílum:
Kvikmynapersóna getur alltaf kveikt á hvaða bíl sem er með að láta saman tvo víra sem eru undir stýrinu.

Reglan um strippara:
Í kvikmyndum líta allir stripparar út eins og Playboy módel, allar tala ensku, eiga oftast 10 ára gamallt barn og eru með doktrorsgráðu í raunvísindum en eru bara að vinna sem stripparar til þess að fá barnið aftur frá drykkfelda pabbanum

Reglan um niðurtalninguna:
Í öllum kvikmyndum sem er atriði þar sem að það er geimskip, neðarsjávarstöð eða eitthvað svipað og það er búið að gangsetja “auto destruction” búnaðinn þá er það alltaf konurödd sem telur niður.

<a href="http://www.sbs.is">sbs.is</a