Fjórðu triviu ársins er lokið og tóku 20 þátt.

Hér er dreifing svara hjá keppendum:

1 Mode1, sublime, sofus, tactical
2 Mode1, SharkAttack, Skordall, rfm, sublime, sofus
3 clover, sublime, Liverpool, sofus, peturp, tactical
4 folllu, Mode1, Za1leX, gunnso, kitiboy, turnisnumi, clover, Skordall, killy, rfm, sublime, Liverpool, sofus, peturp, tactical
5 follu, QDOGG, Za1leX, gunnso, kitiboy, clover, Skordall, Gunnih, killy, rfm, sublime, Liverpool, sofus, peturp, shakaluka, tactical
6 follu, Mode1, gunnso, SharkAttack, turnisnumi, clover, Skordall, Gunnih, killy, rfm, sublime, Liverpool, sofus, shakaluka
7 Mode1, QDOGG, Za1leX, kitiboy, turnisnumi, Skordall, sublime, Foringinn, sofus, shakaluka, tactical
8 clover, rfm, Foringinn, sofus, shakaluka
9 sublime, sofus, peturp, tactical
10 follu, Za1leX, gunnso, clover, Skordall, killy, rfm, sublime, sofus, peturp, tactical

Hérna eru þá stigin fyrir þessa triviu:

sofus …. 10
sublime …. 9
tactical …. 7
rfm, clover, Skordall …. 6
Mode1, peturp …. 5
Za1leX, follu, gunnso, killy, Liverpool, shakaluka …. 4
Kitiboy, turnisnumi … 3
QDOGG, SharkAttack, Gunnih, Foringinn …. 2

Efstu 5 sætin í heildarkeppninni líta þá svona út:

1. tactical … 34
2-3. sofus, peturp … 27 ½
4. MrCrowley … 24 ½
5. follu … 23

Kíkjum þá á svörin:

1. Í einu atriði í Donnie Darko vitnar Donnie til annarrar vísindaskáldsögumyndar, m.a. með því að segja að hann dáist að kvikmyndtökunni í henni. Um hvaða mynd talar Donnie?

Svarið er Back to the Future. Donnie minnist aldrei á hana með nafni en gefur ótvíræða vísbendingu um hvaða mynd hann sé að tala. Þetta er þegar hann er að tala við kennarann sinn Dr. Monitoff og þeir eru að tala um forsendur tímaflakks. Þá segir Donnie “Like a DeLorean?” sem er vísun til bílsins sem Doc Brown notaði sem tímavél í Back to the Future.

2. Leikari einn hefur t.d. leikið kúreka og lögregluþjón. Hann er ekki bandarískur og er ekki þekktastur fyrir leikhæfileika sína heldur fyrir hæfileika á öðru sviði sem er í raun einkennismerki hans. Hver er maðurinn?

Þarna hafði ég Jackie Chan í huga en hann lék kúreka í Shanghai Noon og lögregluþjón í Rush Hour. Hann er augljóslega ekki bandarískur og ég held það sé nokkuð öruggt að segja að bardagahæfileikar séu einkennmismerki hans. Hins vegar kemur Arnold Schwarzenegger hér einnig til greina og var gefið rétt fyrir það. Hann leikur kúreka í The Villain og lögreglumann m.a. í Kindergarten Cop.

3. Í hvaða mynd teflir aðalsöguhetjan við dauðann?

Þetta er úr myndinni Det Sjunde Inseglet eftir Ingmar Bergman sem er full af svipuðum symbolisma og þessum en í henni teflir aðalpersónan Antonius Block (mig minnir það) við dauðann. Ekki margir gátu þetta en Bill & Ted’s Bogus Journey kom upp hjá mörgum. Ég kynnti mér málið og í henni er einmitt gert grín að þessari hugmynd hjá Bergman en skv. netinu þá keppa aðalpersónurnar við dauðann í Battleship, Cluedo (veit ekki hvað það er) og Twister en ekki í skák. Ef þetta er rangt endilega leiðréttið það. Einnig kom Bedazzled sem svar við þessu en þar leikur Elizabeth Hurley djöfulinn en ekki dauðann. Það er munur þar á.

4. Leikstjóri einn hefur t.d. leikstýrt Lauru Linney og Gene Hackman. Hann hefur einnig unnið Óskarsverðlaunin fyrir leikstjórn tvisvar sinnum. Hver er maðurinn?

Þetta er Clint Eastwood sem vann fyrir Unforgiven, sem Gene Hackman lék í, og Million Dollar Baby. Hann leikstýrði Lauru Linney í Mystic River.

5. Leikari hefur t.d. leikið boxþjálfara og lögreglumann. Hann hefur alltaf verið lítið áberandi en kom fram á sjónarsviðið fyrir 2 árum þar sem hann var tilnefndur fyrir frammistöðu sína í mynd um litlaust líf manns sem fer að gefa út myndasögur sem lýsa daglegu lífi og verður frægur fyrir vikið. Hver er leikarinn?

Þetta er snillingurinn Paul Giamatti en hann lék boxþjálfara í Cinderella Man og lögreglumann í Big Momma’s House. Myndin sem talað er um er American Splendor.

6. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?

Þetta er tunglið úr Truman Show eftir að Truman týnist.

7. Úr hvaða mynd er þessi tónlistarbútur?

Þetta var óneitanlega létt núna. Sin City.

8. Allir kannast við vinnuveitandann frá helvíti. Ein persóna í kvikmynd þarf þó að eiga við undirmanninn frá helvíti en undirmaðurinn verður meira að segja til þess að hann er lagður inn á geðveikrahæli. Undirmaðurinn stígur heldur ekki í vitið en þó má segja honum til framdráttar að hann er dulbúningsmeistari og getur t.d. brugðið sér í gervi mafíuforingja og sjómanns. Í hvaða mynd koma þessar tvær persónur fyrir?

Þetta er Inspector Clouseau úr The Pink Panther myndunum en hann varð einmitt til þess að yfirmaður hans hjá lögreglunni (Dreyfus minnir mig að hann hafi heitið). Einnig var hann tíður gestur hjá Balls-bræðrum sem sáu honum fyrir stórkostlegum dulargervum.

9. Ótrúlegustu hlutir hafa gerst í kvikmyndum og því til stuðnings má nefna að persóna í kvikmynd hefur sofið með fiskunum. Í hvaða mynd var það?

Að spyrja svona er leið til að snúa alþekktu fyrirbæri í torráðna spurningu. Þegar spurningin er svona einkennileg á fólk að kveikja að ekki sé allt með felldu og hún á að fá fólk til að hugsa. Þarna er vísað til þess þegar Luca Brasi er sagður ‘sofa með fiskunum’ í The Godfather en í myndinni eru það skilaboð sem þýða að viðkomandi sé dáinn.

10. Tengið saman gegnum samstarfsmenn að kvikmyndum Jason Lee og Martin Sheen (Ath! Leyfilegt er að sjá myndir af leikurunum á netinu).

Eins og áður voru margar leiðir til að gera þetta t.d. með því að Julia Styles lék með Martin Sheen í O en hún lék einnig með Jason Lee í A Guy Thing. Ég var reyndar með lengri leið þegar ég hugsaði þetta en ég man hana einfaldlega ekki.

Ný trivia er komin upp. Ég er búinn að setja mig í samband við fyrirtæki í sambandi við að útvega vinningi fyrir keppnina þ.a. ég hvet sem flesta til að taka þátt. Ekki er ennþá of seint að byrja enda eru tæplega 50 keppnir eftir ef allt blessast.

Kv. spalinn