Hver hefur ekki tekið þátt í einhverjum leik til að vinna bíómiða.

Ég tók þátt í leik hjá strik.is nú á dögunum og fékk eftirfarandi í tölvupósti í dag:
—————————–
Sælnú!

Nafn þitt var dregið úr hópi þeirra sem tóku þátt í Fast and the Furious leiknum á Strikinu og þú hefur unnið boðsmiða sem gildir fyrir 1 á sérstaka Fast and the Furious forsýningu sem haldin verður í Bíóhöllinni á morgun, föstudaginn 10. ágúst, klukkan 20.00.

Boðsmiðinn bíður þín í verslun Japis á 2. hæð í TopShop í Lækjargötu.

ATH. Boðssýningin er klukkan 20.00 í Bíóborginni á morgun.

Láttu svo endilega sjá þig í FF partýinu sem haldið verður í Listasafni Reykjavíkur að sýningu lokinni. Aðgangur er leyfður öllum sem náð hafa 20 ára aldri.

Góða skemmtun.

Kveðja,

Grétar Mar Hreggviðsson
Vefstjóri Strik.is

—————————–

Ein spurning, hver fer einn í bíó?

Þetta er EINN miði á sérstaka forsýningu á þessari mynd, það þýðir sennilega að ég get ekki keypt annan miða á myndina svo ég geti tekið dömuna með. Í besta falli gæti maður tekið upp á því að auglýsa eftir nýjum vinum…, vinum sem fengu líka miða…
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: