Donnie Darko (ritgerð) Þetta er ritgerð sem ég skrifaði fyrir íslensku ritun, ég fékk ágætt hrós fyrir þessa ritgerð og nokkuð góða einkunn, Endilega lesið hana ef þið nennið.


Kvikmyndir er mjög stór markaður og hægt er að segja að þær séu stór partur af tilverunni, það er að segja flest fólk horfir á kvikmyndir sér til skemmtunar og einnig sér til fræðslu. Fyrir suma eru kvikmyndir leið til að flýja raunveruleikann eða jafnvel gera sér grein fyrir því hvað raunveruleiki er.
Margt fólk kemur að gerð kvikmyndar, leikstjórar, handritshöfundar, leikarar, tökumenn, framleiðendur, klipparar og fleiri, ef einhverjum væri sleppt væri ekki nein mynd. Hver manneskja setur eitthvað inn í myndina sem önnur getur kannski ekki og þar með stendur í rauninni enginn ákveðinn manneskja upp úr. Leikstjórar og frammleiðendur hafa yfirleitt meiri völd en annað fólk við gerð myndar. Kvikmyndasmekkur fólks er mjög mismunandi, sumt fólk laðast að rómantíksum gamanmyndum á meðan annað fólk laðast að vísindaskáldsögum og Cult-myndum.

Cult er ekki beint tegund myndar, oft er cult-mynd, kvikmynd sem er flókin og öðruvísi en ekki þessi týpíska Hollywood klisju mynd, en einnig eru cult myndir líka b-myndir og það lélegar myndir að þær eignast risastóran aðdáendahóp (Plan 9 from Outer Space, Ed Wood) en einnig eru það myndir sem ganga yfirleitt ekkert of vel í kvikmyndahúsum.
Í kringum Cult myndir myndast stór og tryggur aðdáendahópur, einnig reiða sumar cult-myndir sig mjög mikið á orðspori eða vinur segir öðrum vini frá frábæru myndinni sem hann er ný búinn að sjá o.s.f. Cult myndir seljast þess vegna yfirleitt mun betur á dvd/vhs en þeim gengur í kvikmyndahúsum. Dæmi um cult myndir eru: Clockwork Orange (Stanley Kubric), Fight Club (David Fincher), Rushmore (Wes Anderson), Pshyco (Alfred Hitchcook), Sin City (Robert Rodriqes, Frank Miller, miklar rökræður um hvort að hún sé cult-mynd því henni gekk mjög vel í kvikmyndahúsum), Nightmare Before Christmas (Henry Selick) og þúsundir annara mynda og þar á meðal Donnie Darko.

,,Where do you come from”-Donnie

Leikstjóri Donnie Darko, James Richard Kelly fæddist 28. mars árið 1975 í Virginiu í Bandaríkjunum. Þegar hann var yngri byrjaði hann að teikna, skrifa og mála, foreldrar hans settu hann á listanámskeið þegar hann var fimm ára. Áhugi hann á list (teikningu, málun, skrift) fylgdi honum í gegnum árin og gerir það enn og er hægt að sjá það þegar maður hofir á Donnie Darko. Árið 1993 útskrifaðist hann úr Midlothian High School. Hann fékk lista námstyrk í USC (University of Southern California) en skipti fljótlega yfir í kvikmyndir sem aðalfag, þaðan útskrifaðist hann 1997. Hann hefur gert nokkrar stuttmyndir en fyrsta mynd hans í fullri lengd er Donnie Darko en hann leikstýrði henni og skrifaði. Það tók Richard aðeins nokkrar vikur að skrifa Donnie Darko, en það gerði hann árið 1997, enn það tók hann nokkur ár í að reyna að fá Donnie Darko famleidda. Það var ekki fyrr enn Drew Barrymore las handritið og ákvað að framleiða og leika í myndinni að hún fór á stað. Mörg fyrirtæki þorðu ekki að framleiða Donnie Darko vegna þess að þau skildu hana ekki og þorðu ekki að taka áhættuna. Að lokum samþykti Pandora Films að fjármagna og framleiða myndina.

,,28 days… Six hours… 42 minutes… 12 seconds… That is when the world will end”-frank

Donnie Darko er mjög flókin persóna og er í andlegu ójafnvægi, hann á einnig við geðræn vandamál að stíða. Þegar flugvéla hreyfill lendir á herbergi hans er hann ekki þar heldur hefur hann gengið í svefni út úr húsinu og fylgt rödd Franks, manns í kanínubúning sem býr í höfði hans. Frank segir honum að heimurinn muni enda eftir 28 daga. Enn afhverju? Afhverju bjargar Frank Donnie? Hver er Frank og býr hann í raun í huga Donnies?
,, Why are you wearing that stupid man suit? ”-frank
Á meðan þessir tuttugu og átta dagar líða, upplifir Donnie lífið, að vissu leiti er hann hamingjusamur en samt svo ruglaður. Hann eignast kærustu, Gretchen Ross, sem er ný flutt til Middlesex, hún og móðir hennar hafa átt við ýmiss vandamál að stríða og er geðveikur fyrrverandi kærasti móður hennar að reyna að drepa hana, Gretchen er ekki hennar rétta nafn.
Donnie Darko uppgvötar að tímaflakk er mögulegt í gegnum eitthvað sem kallast ormaholur, með hjálp Franks og með hjálp kennara síns, Kenneth sem lætur hann fá The Philosophy of Time Travel, bók eftir Robertu Sparrow. Hún er drungaleg gömul kona sem er kölluð Amma dauði (Grandmah Death) af fólki í bænum.
Frank lætur Donnie gera ýmisleg, flæða skólann af vatni og brenna hús Jim Cunninghams, en hann er nokkuð frægur fyrir bækur og myndbönd hans um ást og ótta, sem að hans mati eru einu tilfiningarnar sem maðurinn hefur og snýst á einhvern hát um eina líflínu.
,,Cellar Door”
Í lok myndarinn er keyrt yfir Gretchen og hún deyr. Bílnum var ekið af manni í kanínubúning. Donnie skýtur Frank.
Þetta gerist allt á síðasta degi heimsins. Að lokum bjargar Donnie heiminum með því að ferðast aftur í tíman til 2. októbers 1988 þegar flugvélahreyfillinn lendi á herbergi hans, en í þetta sinn liggur hann í rúmi sínu sáttur við lífið of deyr.
Margar kenningar ganga um netið um Donnie Darko og tilgang hennar, en allar gætu þær verið réttar því að Richard Kelly hefur ekki enn sagt fullkomlega tilgang myndrinnar og gerir það örruglega ekki.
Ein kenning er sú að Donnie þurfi að sætta sig við dauða sinn og átta sig á því að hann þurfi að deyja til þess að bjarga heiminum, hefði hann lifað hefði hann verið orsök enda heimsins.
Til þess að hjálpa honum gera sér grein fyrir því hefur hann hjálp fólks án þess að gera sér grein fyrir því og án þess að þau geri sér grein fyrir því. Meðal þeirra sem hjálpa honum eru:
Frank, Frank er í kanínubúningnum út af því að hann dó í honum, hann var drepin af Donnie vegna þess að hann keyrði yfir Gretchen Ross, en þá komst Donnie að því að til þess að hann gæti bjargað Gretchen yrði hann að deyja sjálfur, fórna lífi sínu fyrir einhvern sem hann elskar og þar með bjarga heiminum. Frank er ekki vondur Frank er aðeins leiðbenandi Donnies.
Hægt er að líka Donnie Darko við Lísu í Undralandi, en þar eltir hún kanínu og dettur ofan í kanínu holu og þar með er hún kominn í einhvern mjög heim. Hún datt ofan í ormaholu eða ,,wormhole’’. Kvikmyndin Harvey (Henry Koster) hefur verið líkt við Donnie Darko eða réttarasagt Donnie Darko líkt við hana og sé í raun bara eftirherma eftir henni. Harvey er um mann sem á sér ýmindaðan vin, kanína sem er u.þ.b. 190 cm há. Richard Kelly segist hinsvegar aldrei hafa séð Harvey.

,,“No duh” is a product of fear.”-kitty farmer

Frank var með systur Donnies Elizabeth, og það var hann sem flautaði í byrjun og enda myndarinn þegar hún kom inn, en hann var ekki að flauta á hana heldur að flauta á Donnie til að vara hann við. En þá vaknar aðeins upp önnur spurning, sá Frank hreyfilinn falla eða var hann meðvitaður um það sem var að fara gerast?
Nú er hægt að setja fram endalausar kenningar um Donnie Darko og gætu þær allar verið réttar. Var þetta allt kannski bara einn stór draumur, var Donnie bara geðveikur og gerðist þetta allt í heilanum á honum. Hafði dauði Donnies kannski engann tilgang, kannski endaði heimurinn þrátt fyrir að Donnie hafi dáið, hreyfillinn endaði á herberginu hans aftur, eða kannski voru þetta ekki sömu hreyflarnir. Kannski fór þetta í endalausa hringi, einhverskonar annar heimur þar sem Donnie hefur þurft að þetta upplifa dauða sinn aftur og aftur.
Donnie bjargaði kannski heiminum enn hann var líka örsök þess að hann endaði næstum því.
Kannski stoppaði Donnie ekki heimsendi.

,, I can do anything I want. And so can you."-frank

Er Donnie yfirnáttutulegur?
Þegar Ridhard Kelly skrifaði myndinna var hann með einhverskona teiknimyndasögu-áhrif í huga og er hægt að sjá það nokkurnveginn þegar maður horfir á hana. Getur Donnie stjórnað vatni og málm, í The Pilosophy of Time Travel er vatn og málmur undirsöðuatriði tímaflakks. Þegar hann hjó í vatnspípuna og það flæddi nánast endalaus og svo þegar hann hjó í höfuðið á málm stittunni.
Donnie Darko er mjög vel skrifuð, vel leikinn, vel leikstýrð og að mínu mati mjög listræn t.d. hvernig hún er tekinn upp, allar svarthvítar teikningar í myndinni eru líka eftir Richard Kelly og hannaði hann líka Frank kanínu grímuna. Einnig finnst mér persónusköpunn myndarinnar æðisleg, djúpleiki Cheritu Chen þrátt fyrir að hún segi nánast ekkert alla myndina er frábær. Tónlist er mjög stór partur myndarinnar og hefur mikil áhrif á mann, sérstaklega Mad World sem er sungið að Gary Jules, en það kemur í enda myndarinnar eftir að Donnie deyr. Öll tónlistin í myndinni er frá tímanum sem myndinn gerist, 1988. Um leið og Richard Kelly var að skrifaði Donnie Darko var hann með tónlist í huga sem hann vildi nota.

Donnie Darko er frábær mynd allt í allt og hún hefur fengið frábæra dóma en einnig slæma. Donnie Darko er ein af þessum myndum sem þú elskar eða hatar.
Myndinn fjallar um svo mikið, ástarsaga milli Donnie og Gretchen, vísindaskáldsaka, drama og heil tilfiningaflækja.
Nú eru u.þ.b. fjögur ár frá því að Donnie Darko kom fyrst út, hún fór hægt á stað og gekk mjög illa í Bandaríkjunum enda kom hún út rétt eftir hryðjuverka árásirnar á World Trate Center. En sirka ári seinna var hún gefin út í Bretlandi og þar gekk henni mjög vel og fór Mad World í efstasæti yfir mest seldu smáskífurna og varð mjög vinsæld. Einnig var stofnaður lista hópur sem fékk sex klukkutíma 42 mínútur og 12 sekúntur í að búa til málverk sem tengdist Donnie Darko, hópurinn var nefndur They Made Me Do It.
Vinsældir Donnie Darko hafa aðeins aukist eftir að hún kom út og er búið að gefa út Directors Cut. Aðdáendur myndarinnar eru enn virkir á netinu í að setja fram ýmsar tilgátur og kenningar um myndina.