Cross of Iron Cross of iron er ein af bestu stríðsmyndum sem gerðar hafa verið og það sem gerir hana sérstaka er að fylgst er með þjóðverjum í seinna stríðinu líkt og í Das Boot nema hvað að Cross of Iron er ekki þýsk heldur Bandarísk. —Cross of Iron fjallar um Sergeant Steiner (James Coburn) sem stjórnar einni sveit á víglínum Rússlands og er ber hann járn krossinn sem er merki stríðshetja. Yfir Steiner er Captain Stransky (Maximilian Schell) og vill hann einungis fá Járnkrossinn fyrir hluti sem hann hefur ekki gert og fær Steiner að finna fyrir blindndi Stranskys á Járnkrossinum. Steiner og sveit hans gleymast eitt skiptið hinum megin á víglínuni hjá Rússunum vegna Stranskys og þarf Steiner og sveit hans að fara í gegnum margar hindranir áður en þeir komast aftur til sinna manna–. Cross of Iron er mjög áhrifamikil stríðsmynd þar sem fylgst er með Nazistum sem þykir frekar undarlegt en það útskýring fyrir því. Í myndini er Þjóðverjar að berjast við Rússana og einmitt þegar myndin var gerð þá var kalda stríðið milli Bandaríkjana og Rússlands mest, það hefði aldrei gengið ef þjóðverjarnir hefðu verið að drepa Bandaríkjamenn.. Myndin er sögð af mörgun stríðsmynda áhugamönnum ein besta WW2 stríðsmynd allra tíma, ég veit ekki hvort ég sé sammála því en myndin er samt sem áður þrusu góð. Cross of Iron er frekar ólík öðrum stríðmyndum á þann veg að það er reynt að koma fram á frammfæri þeim skilaboðum hvað stríð er hryllilegt líkt og í Platoon og Saving Privat Ryan (segi ekki að boðskapur flesta stríðmynda sé ekki þannig en þessar myndir leggja aukna áherslu á það) T.d eina sem hershöfðinginn Stransky hugsar um er að komast yfir Járn krossinn á meðan Steiner sem sjálfur er með Járn kross finnst þetta vera verðlaus málmur og skammast sín fyrir að vera þýskur hershöfðingi. Það eru margir svipaðir punktar í myndinni og fannst mér hún á pörtum vera nokkuð lík Das Boot nema hvað að þessi mynd gerist á landi ekki í sjó :). Ég vill ekki vera að spekúlera of mikið í henni hérna heldur að spurja ykkur álits um myndina og þar að auki ekki eyðileggja of mikið fyrir þá sem ekki hafa ekki enn séð hana.